Tennisolnbogi www.htveir.isEr álagstengdur kvilli sem lýsir sér sem leiðandi verkur upp í upphandlegg og niður með framhandleggnum utanverðum. Við mikla áreynslu á vöðvafestur á utanverðum olnboganum, geta komið litlar rifur í vefinn og bólga myndast sem getur framkallað mikil óþægindi og sársauka. Þetta ástand er algengt hjá mörgum íþróttamönnum og þeim sem vinna mikið með höndunum þar sem olnboginn er boginn og samtímis er þétt grip á einhverjum hlut, hamri, málningarrúllu eða -pensli, golfkylfu eða tennisspaða.

Verkirnir byrja oftast í kringum vöðvafestingar, olnbogasvæðið verður mjög aumt viðkomu og máttleysistilfinning veldur því að handleggurinn verður nánast kraftlaus.

Golfaraolnbogi - tennisolnbogi

 

Algengast er að þessi kvilli kallist tennisolnbogi, en nú til dags með síauknum golfáhuga landans er hann æ oftar kallaður golfaraolnbogi. Tennisolnbogi myndast á utanverðum olnboganum, en golfaraolnbogi er oftar á innanverðum olnboganum, en hvoru tveggja eru sárar bólgur í vöðvafestum sem geta leitt til örvefsmyndunar.

 

Best er að byrja á því að hvíla olnbogann, hætta þeim hreyfingum sem valda bólgunum, sjúkraþjálfun gæti þó verið nauðsynleg. Í flestum tilfellum gengur þetta ástand yfir á 3-6 mánuðum og fólk nær bata innan árs í 90% tilvika. Oftast hverfa óþægindi án nokkurar meðferðar en geta þó komið aftur ef ekki verða breytingar á álagi á olnbogann.

Teygjuæfing sem gæti hjálpað:
Beygið úlnliðinn alveg niður og haldið honum niðri með hinni hendinni.
Réttið alveg úr olnboganum og snúið framhandleggnum inn á við (þannig að fingurgómarnir vísi aðeins út á við frá líkamanum).
Haldið teygjunni í u.þ.b. 15 sekúndur, bíðið aðeins og endurtakið æfinguna.
Gerið æfinguna oft og iðulega yfir daginn.

 

Algengustu hómópatísku remedíurnar sem reynst hafa vel við tennis- og golfaraolnboga eru Ruta graveolens og Rhus toxicodendron. Einkenni sýna sig mjög svipað hjá báðum remedíum, báðar sýna eirðarleysi og líður betur við hita og heita bakstra. Ruta hefur frekar áhrif ef verkir eru meira í sinum og beinhimnu og mikill stífleiki er til staðar, en Rhus tox verkir eru meira í vöðanum sjálfum.

Fleiri remedíur sem reynst hafa vel við þessum leiða kvilla auk Rhus toxicodendron og Ruta graveolens  eru:
Arnica montana • Aurum • Bellis perennis • Bryonia alba • Calcarea fluorica • Hypericum

 

 Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.