Með hverjum degi sem líður þessa dagana kólnar í veðri og mörg okkar komin með einkenni vetrarkvefsins. Hósta, hálsbólgu, stíflað nef og tilfinningu um að við séum kannski að verða lasin. Þegar við finnum slíkan slappleika hellast yfir okkur, er ekkert betra en að fara snemma að sofa og huga vel að því sem við setjum ofan í okkur. Einnig er tilvalið að eiga Flensubana í ísskápnum til að geta gripið í. Hér fylgir með uppskrift af auðveldum og mjög virkum flensubana.

 

Flensubani í krukku

Flensubani í krukku

Flensubani:
500 gr lífrænt hunang
1 lífræn sítróna
2 ½ cm af ferskri engiferrót
5-6 negulnaglar

 

Skerið sítrónuna í sneiðar og engiferið í litla bita.
Setjið allt í krukku og negulnaglana með.
Hellið hunanginu yfir, lokið krukkunni og setjið í kæli.

Eftir viku mun lögurinn verða þykkur og hálfhlaupkenndur, þá er Flensubaninn tilbúinn!

 

Tekið inn annaðhvort sem te eða með teskeið beint í munninn.
Til að gera teið þá setur þú 1 teskeið í bolla og leysir upp í volgu vatni.

 

Róar hósta, hálsbólgu og kvef. Ef þér líkar ekki negulbragðið þá má fjarlægja negulnaglana eftir nokkra daga úr leginum.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.