sítrónaSítrónur eru allra meina bót og þær innihalda mjög mikið af góðum efnum sem hreinsa óæskileg eiturefni úr líkamanum.

Til eru ýmsar heimildir um að safi ávaxtarins hafi verið nýttur sem lyf til forna t.d. var sítrónusafi nýttur til að vinna gegn matareitun á meðal egypta, indverjar nýttu sítrónuhýðið til meðferða á lifrasjúkdómum og sikileyingar nýttu hýðið til að fyrirbyggja skyrbjúg.

Sítrónur eru stútfullar af B- og C-vítamíni, andoxunarefnum, kalíum og fosfór.

sítrónuvatn www.htveir.isGlas af heitu sítrónuvatni er frábær byrjun á hverjum degi. Best er að kreista hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. Hallgrímur Magnússon læknir mælir einnig með því að taka inn sítrónusafa blandaðan í ólífuolíu á kvöldin til að hvetja lifrina til hreinsunar, bæta meltinguna og stuðla að betri svefni. Hallgrímur líkir sítrónuvatnsdrykkju við að „skúra líkamann að innan.“

Sítrónudrykkur sem eflir ónæmiskerfið og er bakteríudrepandi.

 • 1 bolli af nýkreistum sítrónum (4-6 stk.)
 • 4-6 bollar af soðnu vatni
 • 1 tsk af túrmerik
 • 1 tsk af engifer
 • 1 tsk af kanil
 • smá af Himalayasalti
 • Hunang (má sleppa)

Sítrónur eru ríkar af C-vítamíni, þær örva ónæmiskerfið og virka vel gegn kvefpestum. Þær hafa hátt hlutfall af kalíum, sem örvar heila- og taugastarfsemi. Kalíum styrkir hjartað og stuðlar einnig að jafnvægi á blóðþrýstingi. Sítrónur eru einnig góðar við svima og ógleði. Gott getur verið fyrir þá sem þjást af ferðaveiki, bílveiki eða sjóveiki, að sjúga sítrónubát á meðan að á ferð stendur.

Sítrónur koma jafnvægi á sýrustig (pH-gildi) líkamans. Þrátt fyrir að þær séu súrar, þá verða þær basískar þegar við neytum þeirra. Ef við drekkum sítrónuvatn daglega verður líkaminn basískur og heldur þannig betur heildrænni heilsu. Sítrónuhreinsun hefur reynst vel fyrir einstaklinga með gigt.

Sítrónur geta reynst vel við þyngdarstjórnun. Í trefjum sítróna er hátt hlutfall pektíns, sem slær á hungurtilfinningu og einnig hefur verið sýnt fram á að ef einstaklingar halda mataræði sínu sem mest basísku eru meiri líkur á að líkaminn losi sig við aukaþyngd.

Sítrónur örva meltingu og hjálpar líkamanum að skola út óæskilegum efnum, hvetur lifrina til framleiðslu galls, sem er nauðsynlegt í meltingarferlinu. Góð melting getur dregið úr brjóstsviða og hægðatregðu.

Sítrónur geta virkað sem þvagræsilyf, þær leiða þannig til að líkaminn hreinsar sig betur með tíðari þvaglátum. Líkaminn losar sig hraðar við eiturefni og stuðlar þannig að heilbrigðu þvagrásarkerfi. Sítrónur geta dregið úr áhættunni við að fá nýrnasteina.

Sítrónur stuðla að hreinsun húðarinnar. Með því að drekka sítrónuvatn losar líkaminn sig við eiturefni úr blóðinu og þannig verður húðin ferskari og heilbrigðari. C-vítamínið hjálpar við ýmsum lýtum, blettum og hrukkur verða ekki jafn áberandi. Jafnvel er talið að sé það borið beint á ör geti þau minnkað og orðið minna áberandi.

Sítrónur draga úr andremmu og geta einnig dregið úr tannpínu og jafnvel tannholdsbólgum. En passa þarf upp á skola munninn reglulega því of mikill sítrónusafi getur skaðað glerung tannanna.

Sítrónur geta dregið úr öndunarvandamálum. Heitt sítrónuvatn getur hjálpað við að draga úr öndunarfærasýkingu og losað um hósta. Einnig er það talið gagnlegt fyrir einstaklinga með astma og ofnæmi.

Sítrónur draga úr stressi. Líkaminn bregst við bæði líkamlegu og andlegu stessi með því að nýta hratt vítamínbirgðir sínar. C-vítamín er eitt það fyrsta sem tæmist og þá eru sítrónur tilvaldar vegna þess hve C-vítamínríkar þær eru. Gegn streitu, orkuleysi og þreytu gæti reynst vel að væta þvottaklút með sítrónusafa og leggja hann yfir vitin í smástund. Komdu þér vel fyrir og lokaðu augunum í nokkrar mínútur og andaðu rólega í gegnum klútinn, þú verður orkumeiri á eftir.

Sítrónur geta dregið úr kaffilöngun. Oft er það svo að eftir glas af heitu sítrónuvatni dregur verulega úr kaffilöngun. Engin líkamleg skýring er þar á, en endilega prófið sjálf hvort þetta er tilfellið hjá ykkur.sítrónur www.htveir.is

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

One Response to Sítrónur til heildrænnar heilsu

 1. admin says:

  Hér má finna frábært viðtal við Hallgrím Magnússon lækni um mátt sítrónu til lækninga 🙂
  http://www.visir.is/-heilsufar-myndi-storbatna-ef-allir-fengju-ser-sitronu-/article/2014141129968

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.