Ilmandi kakóbollar á MezzoAðventan er dásamlegur tími. Jólaljósin lýsa upp myrkrið út um allan bæ og við bætum við ljósum og fallegu litríku jólaskrauti heima hjá okkur. Kertaljós og kakóbollar, samvinna og samvera, spjall og spil eru nauðsynlegur hluti þessa tíma. Það er fátt sem jafnast á við notalegt fjölskyldukvöld þar sem allir sitja saman við kertaljós, spila og spjalla með kakó, smákökur og jólatónlist.

hnetur í kramarhúsi-001Erlendis eru jólamarkaðir algengir, þar sem fólk hittist og spjallar yfir heitum jóladrykkjum og engiferkökum. Kryddhnetur er algengar á slíkum mörkuðum og mörgum finnst engin jólastemning fyrr en þeir hafa fengið sér kramarhús fullt af ljúffengum kryddhnetum.

Hér á landi eru þær ekki jafn algengar en fyrir þá sem upplifa ekki jólaandann fyrr en að hafa fengið jólalegar kryddhnetur þá fylgir uppskrift að slíkum, hér fyrir neðan.

jólahnetur-001

Reynum öll að njóta aðventunnar í ár og draga úr allri streitu sem oft vill einkenna þessar síðustu vikur fyrir jólin.

Jólakryddhnetur

1 tsk kanill
½ tsk negull
¼ tsk engifer
¼ tsk múskat
½ tsk sjávarsalt
½ tsk cayennepipar
½-1 dl hrásykur
1 eggjahvíta
2 msk vatn
1 kg blandaðar hnetur og möndlur

jólahnetur á bökunarpappírHitið ofninn í 140 gráður.

Blandið saman kryddi og sykri.

Blandið eggjahvítum og vatni saman þannig að líkist kremi.

Blandið hnetunum saman við eggjahvítublönduna og veltið síðan kryddinu vel yfir þær allar.

Þekið bökunarplötu með bökunarpappír og smyrjið olíu á pappírinn. Dreifið hnetunum yfir plötuna og bakið í 40 mínútur.

Kælið og setjið í fallega skál eða krukku.

 

Hér má finna fleiri greinar um aðventuna af síðum Heildrænnar heilsu:

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.