Alumen
Alumen er samansett af áli, súlfahópum og kalíum. Alumen hefur mest áhrif á þarmana.
Algengt er að einstaklingur sem hefur fengið taugaáfall, sjokk eða mjög slæmar fréttir fari í ástand sem samsvarar sig í Alumen.
Einkenni
Harðlífi – einstaklingur hefur enga þörf til að hafa hægðir í marga daga – fær skyndilega þörf en getur ekkert losað.
Erfiðar hægðir með blóði, eins og harður, stór, svartur bolti.
Kláði í endaþarmi.
Gul/grænn útskilnaður.
Graftarástand, sýking í hálsi, lungum, leggöngum, þvagfærum.
Tilfinning um þurrk og herping sérstaklega yfir maga og grindarholssvæði, eins og band sé bundið um.
Bronkítis, oftast hjá gömlu fólki með þykkum, gulum greftri sem er verst á morgnana. Tilfinning um þurrk og herping um brjóstið.
Krabbamein í legi eða ristli með rosalegu harðlífi.
Öll einkenni koma og fara snögglega.
Svimi sem verður verri við að loka augum, en betri við að opna augun.
Alumen er kulvís og sækir í hita.
Einkenni eru verri við kulda, innan dyra, kl. 05:00, fyrir morgunmat, hvíld, að loka augunum, svefn, að liggja á hægri hlið.
Einkenni er betri við ferskt loft, að drekka kalt vatn, að baða sig, að borða, eftir að vera búin að borða, hreyfingu, þrýsting, snertingu.
Matur
Sækir í kalda drykki, súrt og ávexti.
Vill ekki kjöt.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook
Fréttabréf Heildrænnar heilsu
Reglulega kemur út fréttabréf frá okkur um heildræna heilsu. Þar má finna góð heilsuráð og ýmislegt um heilbrigðan lífsstíl og góða næringu, ásamt uppskriftum í hollari kantinum. Viltu fá sent eintak?
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)