Symphytum officinale
Remedían Symphytum er unnin úr allri plöntunni Comfrey. Comfrey plantan er einnig oft kölluð Töfraplanta (miracle healing plant) vegna heilunareiginleika hennar og hve hún hefur reynst vel fyrir skjótum gróanda.
Plantan er kraftmikil og vex mjög víða.
Hægt er að nota blöð plöntunnar bæði út- og innvortis. Gott er til dæmis að leggja blöð plöntunnar beint á sár til að efla gróanda og einnig má gera bragðgott te úr blöðunum.
Remedían hefur reynst ákaflega vel við beinbrotum og er góður stuðningur í meðferðum á ýmsum kvillum í beinum, t.d. beinhimnubólgu og beinmergjabólgu.
Ávallt ætti að huga að því að gefa Arnica fyrst ef um beinbrot er að ræða og ganga í skugga um að bein hafi verið vel sett saman áður en að Symphytum er gefið, þar sem Symphytum vinnur hratt að gróanda.
Symphytum getur hjálpað þegar um er að ræða:
- meiðsli á beinum, brjóski, sinum og beinhimnu
- meiðslum á augum
- beinbrotum vegna beinþynningar
- bólgum í beinvef
- einnig hefur Symphytum reynst vel við gróanda á djúpum sárum sem gróa illa, höfuðmeiðslum, þar sem flísast hefur úr beinum, á tennisolnboga, við snúnum eða tognuðum ökkla og einnig á vofuverki eftir aflimun á útlimum
Einkenni eru betri við rólega hreyfingu og við hita, en verri við snertingu og þrýsting.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)