Það er VOR í lofti

frjókornFrjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðurfrjókornum. Helstu einkenni frjókornaofnæmis er kláði og roði í augum og táramyndun. Önnur einkenni eru síendurteknir hnerrar og kláði í nefinu. Stöðugt nefrennsli og stíflað nef, slímhúðin í nasaholum þrútnar sem getur valdið því að erfitt verður að draga andann í gegnum nefið.

Algengustu frjókornaofnæmisvaldar á Íslandi eru frjókorn frá ýmsum grastegundum, einnig frá súrum, eins og hundasúru, birki og túnfíflum. Frjókorn frá blómstrandi blómum eru sjaldnast ofnæmisvaldandi.


GOLFARAR gleðjast á vorin

Martröð hvers golfara er að upplifa grasofnæmi,  erfitt getur orðið að klára golfhringinn án þess að upplifa kvilla frjókornaofnæmis.  Ýmsar hómópatískar remedíur hafa reynst stórkostlega vel, margir golfarar eiga sína remedíu á vissum stað í golfpokanum.

Algengur kvilli hjá golfurum er tennisolnbogi, en nú til dags með síauknum golfáhuga landans er hann æ oftar kallaður golfaraolnbogi. Tennisolnbogi myndast á utanverðum olnboganum, en golfaraolnbogi er oftar á innanverðum olnboganum, en hvoru tveggja eru sárar bólgur í vöðvafestum sem geta leitt til örvefsmyndunar.

Best er að byrja á því að hvíla olnbogann, hætta þeim hreyfingum sem valda bólgunum, sjúkraþjálfun gæti þó verið nauðsynleg. Í flestum tilfellum gengur þetta ástand yfir á 3-6 mánuðum og fólk nær bata innan árs í 90% tilvika.

Teygjuæfing sem gæti hjálpað golfurum:
Beygið úlnliðinn alveg niður og haldið honum niðri með hinni hendinni.
Réttið alveg úr olnboganum og snúið framhandleggnum inn á við (þannig að fingurgómarnir vísi aðeins út á við frá líkamanum).
Haldið teygjunni í u.þ.b. 15 sekúndur, bíðið aðeins og endurtakið æfinguna.
Gerið æfinguna oft og iðulega yfir daginn.


 Farið varlega í sólinni !

Útivera í mikilli sól getur hæglega valdið sólbruna. Ef við gleymum okkur úti í góða veðrinu, þá eru ýmis ráð til að líða betur. Hér eru nefndar nokkrar náttúrulegar leiðir sem geta orðið að liði og allir geta nýtt sér.

Gott er að bera Aloe vera gel á sólbrennda húð, það kælir og dregur úr sviða. Best er gelið af ferskri plöntunni, þá er blað plöntunnar skorið eftir endilöngu, opnað og gelið skafið úr og borið á svæðið.

Kókosolía er frábær á húðina eftir sólböð.
Til að kæla húðina eftir sólbruna getur  einnig verið gott að leysa upp matarsóda í volgu vatni og setja á brenda svæðið. Einnig getur verið gott að nudda varlega brenda svæðið með eplaediki, endurtakið eftir þörfum.

Annars er best að fara varlega. Verum skynsöm og notum góða, eiturefnalausa sólarvörn til að verja húðina.


Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Við óskum þér og þínum gleðilegs sumars og heildrænnar heilsu

Guðný Ósk og Tinna
Heildræn heilsa ehf
www.heildraenheilsa.is
www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.