nestismyndÞað er að mörgu að huga þegar skólanestið er útbúið. Að sjálfsögðu þurfum við að vera vakandi yfir næringagildi þess, en megum alls ekki gleyma því að barnið þarf að borða það sem við setjum í boxið og ekki viljum við að barnið sleppi því að borða því það vildi ekki það sem við foreldrarnir völdum að setja í nestisboxið hollustunnar vegna. Barninu þarf að langa í nestið sitt svo það sé borðað, en því ekki hent. Þannig hefur barnið góða orku til að klára skóladaginn.

Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að leika sér með til að gera nestið áhugavert, en alltaf skal reyna að hafa næringargildi og hollustu í fyrirrúmi.

 

Hér eru nokkrar ofureinfaldar hollar hugmyndir sem eru fljótlegar að grípa með í boxið:

Rófubitar og gulrætur með hummus.
Niðurskorin rauð paprika.
Niðurskornir ávextir, gott er að sáldra kanildufti yfir bitana.
Eplaskífur með hnetusmjöri á milli.
Nokkur vínber, jarðarber eða önnur ber.
Þurrkaðir ávextir, rúsínur, döðlur, gráfíkjur.
Fræ og hnetur.

 

Einnig má nýta afganga frá kvöldinu áður:

Pasta- og lasagnaafgangar, couscous blandað með grænmeti, blandað ofnbakað grænmeti og fleiri slíkir afgangar frá kvöldinu áður eru tilvaldir í nestisboxið.
Heilhveiti fahita rúlla með grænmeti eða skinku og osti.
Heimatilbúnar smápizzur.

 

Frystum vatnið eða boostið yfir nóttu, þá er það kalt þegar nestistíminn byrjar og notum litla kælikubba til að halda matnum í nestisboxinu ferskum eins lengi og hægt er.

 

Mikilvægt er að barnið borði hollan og næringaríkan morgunverð.
Svo barnið byrji daginn í sínu besta mögulega formi og eigi framundan orkumikinn og skemmtilegan skóladag þá er miklvægt að það fái hollan og góðan morgunmat. Næringin sem fæst úr hollum morgunverði styður við barnið og einbeitinguna sem er barninu nauðsynlegt fyrir heilan dag í skólanum.

Okkar helstu reglur um morgunmat eru þær að hann sé sykurlaus, innihaldi góðar fitur, sé fljótlegur og ekki síst að hann sé bragðgóður.

 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem okkur finnast sniðugar:

Soðin eða steikt egg, eða ommiletta með grænmeti er tilvalinn morgunmatur fyrir kröftuga krakka.
Mogunboost, ýmsir ávaxta- eða berjasjeikar.
Hafragrautur með kanildufti eða hnetum og ávöxtum.
Einnig mælum við með því að taka aukalega inn omega 3 til að efla heilabúið enn frekar, en rannsóknir hafa sýnt það að Omega 3 í vænum skömmtum, styður barnið í að efla athygli þess og einbeitningu.

Við þurfum ekki einungis að hugsa um að nestið sé heilnæmt og næringarríkt, heldur er okkur einnig umhugað um hvers konar ílát við notum til að pakka nestinu í. Við þurfum vera viss um að þau innihaldi ekki skaðleg efni sem geta haft áhrif á heilsu og líðan barnanna okkar.

nestisbox

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir og Guðrún Tinna Thorlacius tóku saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.