Kryddjurtir í pottum í garðinum, á svölunum og í gluggakistunni í eldhúsinu ættu að vera í hverju heimilishaldi. Kryddjurtirnar gefa góðan ilm í húsið og einstakt bragð út í matargerðina. Jurtir eru hollar og góðar og hér stiklum við á stóru um ýmis heilsusamleg áhrif kryddjurta á heilsu okkar.

Oft reynist erfitt að halda lífi í kryddjurtunum yfir vetrartímann. Því getur verið best að klippa þær alveg niður á haustin, saxa þær niður og frysta t.d. í litlum plastílátum eða merktum frystipokum. Nota þær síðan eftir þörfum, beint úr frystinum.

 

frosnar kryddjurtir í olíuEinnig er frábær aðferð að frysta niðurklipptar kryddjurtir í olívuolíu. Hellið olíunni í klakaform og setjið kryddjurtirnar útí. Olían mun draga í sig bragðið af jurtunum. Notið fjölda mola eftir þörfum til steikingar, í pottréttinn, súpuna eða í sósuna.

 

 

steinselja - cilantroSteinselja
Holl og fjölhæf kryddjurt. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur og bætir því ónæmiskerfið og styður líkamann í að vinna upp járn úr fæðunni og er því góð við blóðleysi. Steinselja örvar starfsemi nýrna, hjálpar við afeitrun líkamans og róar meltingarveginn. Hún léttir þannig á meltingartruflunum, ristilkrampa og vindgangi.

 

salvia-jurtSalvía
Nafn salvíu kemur frá latneska orðinu salvare sem þýðir „að bjarga“ . Á miðöldum trúðu margir á lækningamátt salvíu og var hún jafnvel notuð til að reyna að koma í veg fyrir farsóttir. Nútímarannsóknir benda til þess að salvía geti bætt heilastarfsemi og minni, sérstaklega hjá fólki sem þjáist af Alzheimer. Alzheimersjúkdómurinn minnkar taugaboðefnið asetílkólín í heilanum. Salvía kemur í veg fyrir niðurbrot á því. Rannsóknir hafa sýnt batamerki hjá Alzheimersjúklingum sem taka inn salvíu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að salvía geti einnig bætt minni heilbrigðra einstaklinga.

 

Mint-leaves - piparmynta, peppermintPiparmynta
Piparmynta hefur lengi verið notuð í alþýðulækningum og ilmolíumeðferð. Líkt og með margar kryddjurtir er það olían úr plöntunni sem er áhrifaríkust. Margar rannsóknir sýna að piparmyntuolía geti hjálpað fólki að eiga við ógleði, til dæmis í barnsburði eða eftir skurðaðgerðir.

 

Basil, htveir.is, www.htveir.isBasilíka
Talin heilagt krydd á Indlandi. Rannsóknir hafa sýnt að heilög basilíka getur hamlað fjölgun ýmissa baktería, gersveppa og myglu. Í einni rannsókn kom í ljós að kryddjurtin hafði góð áhrif á ónæmiskerfið. Einnig hafa fundist tengsl milli kryddsins og lækkunar blóðsykurs fyrir og eftir máltíðir. Auk þess telja sumir að hún geti minnkað kvíða og þunglyndi.

 

rosmarin-rósmarínRósmarín
Rannsóknir benda til að virka efnið í rósmarín, rasmarinic-sýra, hafi bólgueyðandi virkni sem geti bælt ofnæmisviðbrögð og komið í veg fyrir nefstíflur.

 

cinnamon- kanillKanill
Lækkar blóðsykurmagn og hefur öflug áhrif gegn sykursýki. Hefur bólgueyðandi áhrif og getur lækkað magn kólesteróls og þríglýseríðs í blóði.

 

Turmeric - TúrmerikTúrmerik
Í túrmerik eru nokkur efnasambönd sem talin eru hafa heilsusamleg áhrif. Það mikilvægasta er curcumin sem er ótrúlega áhrifaríkt andoxunarefni. Curmumin hefur einnig bólgueyðandi áhrif, og er á pari við sum bólgueyðandi lyf. Rannsóknir benda til að curmunin geti bætt heilsastarfsemi, varist Alzheimer, minnkað líkur á hjartasjúkdómum og krabbameini og haft linandi áhrif á gigt.

 

engifer-556x1024Engifer
Rannsóknir hafa sýnt að eitt gramm eða meira af engifer geti komið í veg fyrir ógleði, til dæmis vegna morgunógleði, lyfjameðferðar og sjóveiki. Engifer virðist einnig hafa bólgueyðandi eiginleika og getur hjálpað til við að stilla verki.

 

 

fenugreek

Fenugreek
Indverskt krydd sem oft var notað í Ayurveda-lækningafræðinni til að auka kynhvöt og karlmennsku. Rannsóknir benda til að fenugreek hafi góð áhrif á blóðsykur.

 

hvitlaukur2Hvítlaukur
Hvítlaukur hefur lengi verið hylltur vegna læknandi eiginleika. Mest er að þakka efnasambandinu allicin sem gefur lauknum einnig sína sérkennandi lykt. Hvítlaukur er góður til að koma í veg fyrir kvef. Þeir ssem oft fá kvef geta bætt hvítlauk við fæði sitt og líklegt að það hjálpi til. Einnig eru nokkrar rannsóknir sem benda til að hvítlaukur hafi góð áhrif á hjartaheilsu, þar sem hann getur dregið úr háu kólesteróli og háum blóðþrýstingi.

 

silli-pipar-mask-copy-300x223Rauður pipar (Cayenne)
Virka efnið í rauðum pipar capsaicin en sýnt hefur verið fram á að það minnkar matarlyst og eykur fitubrennslu. Af þessum sökum er það oft notað í fæðubótarefni. Rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta rauðum pipar í mat hjá fólki sem ekki er vant krydduðum mat minnkar það matarlyst og eykur fitubrennslu. Hins vegar hefur engin áhrif að gera það hjá fólki sem borðar kryddaðan mat reglulega.

 

Gróðursetning kryddjurta

Auðvelt er að rækta margar kryddjurtir. Sum kryddjurtafræ eru mjög smágerð og erfitt er að sá þeim í jafnar raðir eða dreifa þeim jafnt yfir jarðveginn. Gott ráð er að setja þau í sykurstauk eða annan stauk með nægjanlega stórum götum og sá fræjunum beint úr honum.

 

Ef fræin eru þannig á litinn að erfitt er að sjá hvar þau lenda í jarðveginum, má blanda þau með ljósum sandi og þá er ekkert mál að sjá hvar búið er að sá og hversu þétt.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.