Stammering - stuttering - stamStam er röskun á flæði orða í töluðu máli, spenna myndast við tjáningu og hikst myndast við hljóðmyndun orðanna. Þetta gerist oft í upphafi setninga, orðin “festast” og einstaklingurinn kemur engum orðum út í nokkurn tíma. Stam getur orðið meira áberandi ef einstaklingur þarf að tala fyrir fjölda, þar getur kvíði eða stress verið orsakavaldur stams. Sumir einstaklingar stama einungis í slíkum aðstæðum og stama svo sjaldan eða aldrei á meðal fjölskyldu sinnar og vina. Einnig er athyglisvert að fólk stamar yfirleitt ekki þegar það syngur. Ef einstaklingur sem stamar er undir miklu álagi eða hann finnur fyrir að rekið sé á eftir honum, á hann það til að stama enn frekar. Spenningur og áföll af hvaða toga sem er getur einnig leitt til að ástandið versni.

Stam er alls ekki merki um lágt sjálfsmat, en það er ekki óalgengt að einstaklingur finni fyrir að sjálfsmat hans fari hnignandi þegar hann upplifir slæma daga og stamið verður meira áberandi.

stutter StamFyrir einstakling sem stamar er best að viðmælandinn gefi sér tíma til að hlusta á hvað hann er að segja. Mikilvægt er að halda eðlilegu augnsambandi og reyna að láta þann sem stamar finna að verið sé að hlusta á hvað hann hefur að segja. Fyrir alla muni forðist að klára setningar og orð fyrir hann og reynið á allan hátt að draga úr spennu í samskiptum. Með því að fá tíma til að tjá sig eykst sjálfstraust þess sem stamar og meiri líkur eru á að hann haldi áfram að tjá sig í stað þess að loka sig af og þegja.

Engin sérstök lækning er við stami, en stam getur lagast mikið með talþjálfun. Einnig hefur hómópatísk meðferð hjálpað mörgum stamandi einstaklingum. Einstaklingsmiðuð heildræn nálgun miðar að því að finna rót vandans. Spurt er t.d. um upphaf stams, hvað gerir stam verra og hvað betra og einnig er mikilvægt að setja tilfinningar einstaklingsins í samhengi við stamið og hvernig hann, sem einstaklingur bregst við þegar hann byrjar að stama.

Ávallt er heillavænlegast að ráðfæra sig við reyndan hómópata og fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf við val á bestu remedíunni fyrir hvern einstakling en hér að neðan eru nokkrar remedíur sem hafa reynst vel við stami.

Mercurius solubilis er remedía sem getur komið sér vel fyrir einstakling sem stamar. Sérstaklega ef hann hefur frá miklu að segja, á það til að hugsa hratt og ætlar sér um of við að koma frá sér orðunum, þá stoppast flæðið og hann byrjar að stama. Munnvatnsmyndun eykst og einstaklingurinn verður órólegur. Hann finnur að hann kemur orðunum ekki nógu hratt frá sér, verður feiminn og vandræðalegur, dregur sig í hlé og finnur sjálfstraustið fjara út.

Causticum gæti átt við þegar einstaklingurinn byrjar að stama þegar hann er spenntur, kvíðinn, taugastrekktur eða í tilfinningalegu ójafnvægi. Stamið verður minna áberandi ef hann nær að róa sig niður. Staminu getur fylgt hæsi og jafnvel þurr hósti. Einstaklingurinn reynir stöðugt að ræskja sig til að hreinsa hálsinn.

Stramonium hefur oft reynst vel þegar hræðsla er talin orsök þess að viðkomandi stamar. Einstaklingurinn á erfitt með að byrja að segja orð eða setningu og um leið og orðið myndast þá spýtist það út fyrir varirnar með látum og mikilli fyrirhöfn. Það tekur mikið á einstaklinginn að koma frá sér orðunum og oft fylgja andlitsgrettur og kippir þegar orðin myndast. Augun geta virtst eins og þau stækki eða standi út við áreynsluna og viðkomandi getur fundið fyrir mikilli reiði yfir því að orðin komi ekki út.

Nux vomica getur hentað þegar einstaklingurinn ruglar orðum, líkt og öll orðin þurfi að koma út í einu. Einstaklingurinn er pirraður, svekktur, vinnur allt of mikið og er útkeyrður. Hann hefur misboðið sjálfum sér og líkama með hegðun sinni eða lífsstíl og afleiðingin er sú að hann byrjar að stama og í pirringskasti talar hann of hratt sem eykur á stamið.

Aconite gæti átt við ef hræðsla eða áfall kemur stami af stað. Stamið byrjar mjög skyndilega og einstaklingurinn kemur ekki upp orði vegna ótta.

Staphisagria gæti átt við ef stam byrjar við tilfinningalega kúgun. Einstaklingurinn á erfitt með að tjá sig og orðin kafna hálfvegis þegar þau eru sögð. Stundum er talað um að viðkomandi „gleypi“ orðin.

Stam getur verið ættgengt og hafa verið gerðar samanburðarrannsóknir á fjölskyldum, sem sýnt hafa fram á eindregnar ábendingar um ættgengi stams.

Ed Sheeran used homeopathy to cure his stammer

Hinn frábæri söngvari Ed Sheeran nýtti sér hómópatíu og hætti að stama!

Nokkrar staðreyndir um stam:

Stam hefur ætíð verið þekkt og finnst í öllum samfélögum

Um 1% vesturlandabúa stama, það eru um 3.000 Íslendingar

Stam er algengara meðal drengja en stúlkna

Stam hefst oftast á aldrinum 2-5 ára

Stam hvers einstaklings er mjög breytileg

Stam er meðal annars breytilegt eftir ytri aðstæðum

Fólk stamar yfirleitt ekki þegar það syngur, né þegar talað er í kór

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.