Skjaldkirtillinn er innkirtill sem seytir mikilvægum hormónum sem hafa víðtæk áhrif á heilsu og líðan. Skjaldkirtilsvandamál eru ekki óalgeng og eru milljónir manna í hinum vestræna heimi greind með skjaldkirtilsójafnvægi árlega. thyroidKannanir hafa einnig sýnt það að konur eru líklegri en karlar að þróa með sér slík heilsufarsvandamál.

Það er ýmislegt sem getur gert það að verkum að skjaldkirtillinn taki að starfa óeðlilega og hefur meðal annars verið sýnt fram á það að umhverfisþættir og lífstíll hafi þar áhrif.

Einkenni vanvirks skjaldkirtils geta meðal annars verið þyngdaraukning þrátt fyrir að venjur hvað varðar mataræði eða hreyfingu hafi ekki tekið breytingum. Einnig þreyta, slen, vöðvaþreyta, þunglyndi, viðkvæmni fyrir kulda, kaldar hendur og fætur, harðar hægðir, þurr húð, hárlos og slæmt minni.

Of-starfsemi skjaldkirtils er það ástand þegar kirtillinn seytir of miklu af skjaldkirtilshormónum í blóðið. Viðkomandi gæti upplifað mikla orku og kraft fyrst um sinn, en slíkt ástand getur auðveldlega endað með því að einstaklingurinn yfirkeyrir sig. Önnur einkenni um ofvirkan skjaldkirtil eru hitaköst og aukin svitamyndun, kvíði og pirringur. Viðkomandi getur verið uppstökkur, upplifir þreytu, hraðan hjartslátt, skjálfta, bólgu á hálsi, niðurgang og léttist þrátt fyrir að borða vel og fær jafnvel útbrot. þessi einkenni eru einstaklingsbundin og geta verið mjög breytileg milli einstaklinga.


Hvað get ég gert til að hafa jákvæð áhrif á heilsu skjaldkirtilsins?

 

  • Gott mataræði skiptir máli og mikilvægt að byggja upp heilbrigða þarmaflóru. Heilnæmt, hreint mataræði, snautt af sykri, skyndibita eða mikið unninni matvöru er best. Taktu inn góð bætiefni sem styðja við líkamsstarfsemina, til dæmis gott fjölvítamín, omega 3 og góða gerla sem efla þarmaflóruna.

  • Farðu fyrr að sofa, því góður svefn skiptir miklu máli fyrir góða heilsu.

  • Streita getur verið áhrifamikill orsakavaldur þegar um er að ræða skjaldkirtilsójafnvægi. Minnkaðu áreiti og streituvalda sem þú best getur.  Að takmarka streitu og álag er eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna þína og til að styðja við öflugt ónæmiskerfi.

  • Drekktu vel af vatni til að aðstoða líkamann við að losa út eiturefni á mildan hátt.

  • Heildrænar aðferðir sem styðja við heilsuna geta orðið að liði. Kannaðu hvort hómópatía passi þér, en hómópatíumeðferð miðar að því að efla líkamann að ná fyrra jafnvægi. Hómópatía nýtist vel meðfram hefðbundinni meðferð og lyfjagjöf og ekki þörf á að velja annað hvort.

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
Heildræn heilsa
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.