Svona almennt er ég algjörlega á móti því að hjón gefi hvort öðru heimilistæki í afmælis- eða jólagjafir. Það gerir ekkert fyrir rómantíkina að fá þvottavél eða ryksugu í gjafapakkningu. Glatað! Á síðasta ári gerði ég hins vegar undantekningu á þeirri reglu og þáði blandara í afmælisgjöf frá eiginmanninum, með mikilli gleði og ánægju. Hamingju jafnvel!

Blandarinn er öflugur tætari sem vinnur á hverju sem sett er í hann, svo úr verður silkimjúkur hollustudrykkur.

Hér er einn af mínum uppáhalds, sem ég fæ mér oft á morgnana eða í millimál seinnipartinn. Þessi er sér sniðinn til að efla LIFRINA, stuðla að góðri ORKU og styrkja HORMÓNAkerfið.
Njótið 🙂

Morgundrykkur Tinnu

 

11351469_867738486631363_4845957012641402662_n

  • 2 lúkur spínat
  • 1 lúka kóríander
  • 1/2 sítróna
  • vænn biti engifer (eftir smekk)
  • 1/2 tsk. cayenne pipar (eða eftir smekk)
  • 1 lífrænt epli
  • 1 lúka frosinn mangó
  • 2 msk. hörfræolía
  • vatn
Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
Hómópati B.Sc(Hons)
Markþjálfi
www.heildraenheilsa.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.