Tannheilsa - tannholdsbólga - gingivitisitis tannheilsaHeilbrigt tannhold umlykur tennurnar við tanngóminn. Það er þétt, fölbleikt og ekki ætti að blæða við burstun. Ef ítrekað blæðir þegar burstað er gæti verið að tannholdsbólga sé að byrja. Oftast eru ekki mikil einkenni fyrr en bólga er komin af stað og blæðing við burstun og tannhreinsun, því fyrsta einkennið sem gerir vart við sig. Tannholdið verður einnig dekkra á lit, aumt, þrútið og oft glansandi.

Helstu einkenni tannholdsbólgu eru blæðing við burstun, tannholdið  hörfar og umlykur ekki lengur tennurnar, einnig geta bil byrjað að myndast á milli tannanna. Tannsteinn byggist upp og tennur gætu byrjað að losna. Oft fylgir einnig andremma.

Mikilvægt er að halda tönnum alltaf hreinum, bursta a.m.k. tvisvar á dag og nota tannþráð til að koma í veg fyrir að bakteríur í munninum nái að valda slíkum bólgum. Ef tannholdsbólgan er ekki langvarandi, gengur hún oftast nær til baka þegar tannhirða er bætt.

Þungaðar konur þurfa að fylgjast vel með tannholdinu og auka enn frekar á tannhirðu á síðustu vikum meðgöngunnar, þar sem tengja má tannnholdsbólgur við hormónabreytingar.

Tvær helstu hómópatísku remedíurnar fyrir tannholdsbólgu eru Mercurius solubilis og Hepar sulphuris. Hómópatísk meðferð er einstaklingsbundin meðferð og því er ávallt áreiðanlegast að leita til faglærðs hómópata í hverju tilfelli, þar sem fjöldi annarra remedía gætu komið til greina, þar á meðal Silica, Belladonna, Calcaria fluor, Arnica montana, Lachesis, Causticum, Sulphur, Alumina, Staphisagria, Carbo veg og Phosphorous.

Skoðaðu vel þau einkenni sem koma fram í þínu tilfelli og berðu saman við einkenni hverrar remedíu fyrir sig, veldu þá sem samsvarar best þínum einkennum.

Taka ætti remedíuna í lágum styrkleika 2svar á dag í 6-8 vikur og meta svo stöðuna. Ef sjáanlegur munur er til staðar, en tannholdsbólgan ekki algerlega gengin til baka ætti að halda áfram í aðrar 6-8 vikur og meta svo stöðuna aftur.

Ef tannholdbólgan er algerlega gengin til baka, HÆTTIÐ að taka inn remedíur.

Ef ENGIN sjáanleg breyting hefur orðið eftir 6-8 vikna inntöku, skoðaðu þá aftur einkennin og veldu þá remedíu sem næst kemur þínum einkennum.

Hómópatía er mild, örugg og áhrifarík meðferð sem hefur gagnast mörgum vel þegar um tannholdsbólgur og aðra munnholdskvilla er að ræða.

Skoðið einnig þessa grein um Tannheilsu

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.