Gallsteinar (2)Gallsteinar eru steinar sem myndast úr kólesteróli eða galllitarefni, einkum í gallblöðrunni. Í gallblöðrunni myndast gall sem er samsett úr vatni, söltum, gallsýru, kólesteróli, fosfólípíðum og bilirúbin. Ef þessi samsetning raskast, sem oftast orsakast af of miklu kólesteróli, verða til litlir kristallar sem mynda gallsteina. Þeir geta verið allt frá nokkrum millimetrum upp í nokkra sentimetra að stærð.

Helstu áhættuþættir eru offita, skyndilegt þyngdartap, hátt kólseteról í blóði, algengi gallsteina í fjölskyldu og notkun ýmissa lyfja, t.d. p-pilluna. Algengara er að konur myndi gallsteina, ásamt einstaklingum sem komnir eru á efri ár.

Langflestir þeirra sem hafa gallsteina finna aldrei fyrir þeim, en einkenni geta líst sér sem sár verkur ofarlega á kvið, hægra megin, sem getur leitt út í bak. Einnig fá sumir verk á milli herðablaðanna.

 

Gott er að hreinsa lifur og gallblöðru á mildan hátt með því að kreista ½ sítrónu út í heitt vatn og drekka daglega á fastandi maga.

 

Hómópatísk meðferð getur verið gagnleg gegn gallsteinaverkjum. Ávallt er heillavænlegast að leita aðstoðar til faglærðs hómópata, en hér eru örfáar remedíur nefndar sem hafa nýst vel við slíkum verkjum:

Calcarea carbonica: Getur átt við ef sterk saga er um gall- og nýrnasteina í fjölskyldunni. Viðkomandi er í yfirvigt, hefur of hátt kólesteról í blóði, eða hefur átt langvinna sögu um hægðatregðu. Einstaklingurinn er sterklega byggður, þrjóskur og kvíðinn að eðlisfari.

Chelidonium:  Getur átt við ef sár verkur er til staðar ofarlega í kvið, hægra megin, sem leiðir út í bak. Einnig eru verkir undir hægra herðarblaði.

Lycopodium: Getur átt við ef fjölskyldusaga er um gall- og nýrnasteina. Viðkomandi hefur haft langvarandi meltingartruflanir, s.s. magabólgur, magasár, hægðatregðu og hátt kólesteról. Algengt er að viðkomandi sé uppblásinn eftir máltíðir og að verkir séu verstir síðdegis. Viðkomandi er pirraður, hefur lágt sjálfsmat og bælir niður reiði.

Natrum sulphuricum: Getur átt við ef viðkomandi hefur almennt laka heilsu. Langvarandi niðurgang, gallsteina, asma eða aðra lungnasjúkdóma, er í yfirvigt og hefur liðverki. Viðkomandi er mjög viðkvæmur og veðrabreytingar og raki fara sérstaklega illa í hann.

Nux Vomica:  Getur átt við ef viðkomandi fær oft brjóstsviða, ógleði og uppþembu. Þyngsli í maga og sára krampaverki eftir að hafa borðað eða drukkið of mikið. Viðkomandi er pirraður og óþolinmóður.

 

Ef verkjakastið er stöðugt, viðkomandi kaldsvitnar og er með hita, er óglatt, kastar jafnvel upp og verkir hafa staðið í 3 klukkustundir eða meira og ekkert slær á verkinn skal leita læknisaðstoðar við fyrsta tækifæri.

Sjá einnig grein um ýmsa meltingarfærakvilla.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem kindle útgáfu (ebook) á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem kindle útgáfu (ebook).
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.