Rifsber
Rifsber hafa verið ræktuð á Íslandi frá því á síðustu áratugum 19. aldar. Berin vaxa á runnum sem geta orðið allt að tveggja metra háir. Þau þrífast vel í görðum hér á landi og runnarnir bera yfirleitt ber, allt að 6 – 8 kíló á ári.
Langoftast eru berin rauð og sitja í klösum á greinunum, oftast 3 – 10 saman, en einnig eru til afbrigði þar sem berin eru í löngum klösum, oft 10 – 20 saman.
Rifsber eru rík af C-vítamíni og einnig má finna í þeim K-vítamín. Þau eru súr-sæt á bragðið og er vel hægt að borða þau beint af runnanum, en flestir nýta þau í sultur og hlaup. Einnig er vinsælt að útbúa saft, ávaxtagrauta og aðra ábætisrétti úr rifsberjum, þau eru vinsæl á kökur og í bökur og einstaklega falleg sem skreyting bæði á kökur og sem borðskraut.
Hér má finna mjög góða uppskrift af rifsberjasultu:
Rifsberjasulta
1 kg rifsber
750 gr sykur
½ bolli vatn
½ vanillustöng (má sleppa)Aðferð:
Gott að búa til soð af nokkrum stönglum, grænjöxlum og hálfþroskuðum berjum til að fá soð með náttúrulegu hleypiefni . Rifsberin sett í pott með síuðu soðinu og sett til suðu. Sykri bætt í þegar suðan er komin vel upp, suðutíminn er u.þ.b. 15-20 mínútur. Berin kramin að vild þar til æskileg áferð er fengin. Sultan sett vel heit á sótthreinsaðar heitar þurrar krukkur þá þétta þær sig sjálfar.
og hér er góð uppskrift af rifsberjahlaupi:
Rifsberjahlaup
1 kg rifsber með stilkum og smá laufi. (Ath. græn ber þurfa að vera með, þar sem hleypiefnið er í grænu berunum og stilkum.)
1 kg sykurAðferð:
Berin eru skoluð í köldu vatni og síðan sett í pott ásamt sykrinum.
Hitað að suðu, ekki við of háan hita og hrærið í svo ekki brenni við.
Látið sjóða í 7-10 mín. Ath: Fleytið froðu ofan af sultunni.
Dragið pottinn af hitanum og látið setjast til smá tíma.
Síið saftina frá og hellið á heitar hreinar krukkur.
Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is
Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook
Flokkað efni
- Börnin okkar (71)
- Fréttir (17)
- Heildræn heilsa (157)
- Hreyfing (9)
- Húsdýrin (9)
- Karlar (90)
- Konur (100)
- Meðganga og fæðing (14)
- Næring og uppskriftir (41)
- Remedíur (37)
- Sálgæsla (1)
- Sýkingar og slappleiki (38)
- Vefjasölt (15)