Trevor Gunn kennir í Southern College of Homeopathy í Englandi

Nú er frábært tækifæri til að læra hómópatíu á Íslandi!

Á haustmánuðum opnar nýr skóli á Íslandi, Iceland School of Homeopathy. Skólinn er í samstarfi við The Southern and Northern Colleges of Homeopathy Ltd í Bretlandi sem hefur verið starfræktur síðastliðin 9 ár.

Grunnnámskeið (1 ár)
Á þessu fyrsta ári ( 10 helgar) er farið ítarlega í kynningu á hómópatíu, aðferðafræði hennar og grunn í sjúkdóma- og líffærafræði. Þú lærir undirstöðu fræðanna, lærir aðferðir til sjálfshjálpar og hefur öðlast öryggi til að meðhöndla fjölskylduna og þína nánustu. Þetta ár er það fyrsta í þriggja ára námi, það gefur ekki leyfi til að titla sig sem hómópata né starfa sem slíkur. Viðurkenningarskjal er veitt í lok ársins.

Hómópatanám (3 ár)
Heildarnám til útskriftar sem hómópati. Kennt er 10 helgar ár hvert, í þrjú ár. Samhliða náminu er „student clinic“ þar sem nemendur vinna með skjólstæðingum undir eftirliti. Einnig er val um áframhaldandi eins árs framhaldsnám (4 ár) þar sem áhersla er lögð á uppbyggingu reksturs og viðskiptafærni.

Stöðug endurmenntun
Skólinn stendur einnig fyrir stöðugum endurmenntunardögum (CPD dagar) fyrir útlærða hómópata og útskriftarnema. Margvísleg efnistök eru þá tekin fyrir, með úrvali af þekktum erlendum kennurum.

Hvað er hómópatía?  Hefur þú áhuga á að læra hvernig nýta má þessa mildu og áhrifamiklu meðferð til heilsueflingar og jafnvel að útskrifast sem hómópati og hafa leyfi til að starfa sem slíkur?

Sendu okkur póst á veffangið h2@htveir.is fyrir frekari upplýsingar um námið. Kíktu á nýju heimasíðu skólans sem verið er að setja upp þessa dagana og endilega deildu upplýsingum um skólann og námið til allra áhugasamra í kringum þig 🙂

Kærar þakkir fyrir stuðninginn,
Guðný Ósk Diðriksdóttir og Guðrún Tinna Thorlacius
Heildræn heilsa ehf
www.heildraenheilsa.is
www.htveir.is

One Response to Hómópatíunám á Íslandi

  1. […] Sjá nánar á htveir.is og einnig má senda tölvupóst á h2@htveir.is […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér
Guðrún Tinna

Guðrún Tinna

Guðrún Tinna hómópati og markþjálfi sinnir alhliða heilsu- og lífsstílsráðgjöf.           Tímapantanir: 894 3108, tinna@heildraenheilsa.is
Guðný Ósk

Guðný Ósk

Guðný Ósk hómópati er annar höfundur bókanna  Meðganga og fæðing og Barnið og uppvaxtarárin. Tímapantanir:895 6164, gudnyosk@heildraenheilsa.is