Álag og streita geta haft mikil áhrif á almenna virkni líkamans. Andleg og líkamleg orka dvínar og skortur getur myndast á nauðsynlegum líkamssöltum. Við verðum móttækilegri fyrir utanaðkomandi áreiti eins og bakteríum og vírusum og ýmsir kvillar geta farið að gera vart við sig. Vefjasölt eru frábær styrking fyrir alla vefi líkamans og tilvalin til heilsubótar. Þau eru einstaklega virk sem stuðningur fyrir almenna heilsu og eru mikilvæg fyrir bæði móður og barn á meðgöngunni.

Vefjasöltin (Dr. Schlüssler Tissue Remedies) voru fyrst uppgötvuð á nítjándu öld af þýskum hómópata, Dr. W.H. Schlüssler (1821-1898). Hann greindi blóðsýni og uppgötvaði 12 grunnsteinefni sem hann taldi líkamanum mikilvæg til að halda góðri heilsu.

Vefjasöltin ein og sér geta gert kraftaverk, en ekki er þó um neina skyndilausn að ræða. Vefjasöltin virka líkt og önnur bætiefni sem þarf að taka inn reglulega til að gagnast vefjum líkamans sem best, samanber vítamín og steinefni.

 

Hér eru vefjasöltin 12 talin upp og nefnd dæmi um eiginleika þeirra, með því að smella á nafn vefjasaltsins þá opnast ítarlegri umfjöllun um hvert salt fyrir sig.

Calcium fluoride: Styrkir og eflir allan teygjanleika vefja líkamans og getur dregið úr húðsliti á meðgöngu.

Calcium phosphate: Styrkir og eflir vöxt og næringu vefjanna, hjálpar við blóðfrumumyndun og er því gott við blóðleysi.

Calcium sulphate: Fyrirfinnst í bandvef, vinnur á sjúkum blóðfrumum og er gott ef sýkingar eru í líkamanum.

Ferrum phosphate: Styrkir og eflir súrefnisflutning í blóðinu, styrkir frumu- og æðaveggi.

Kali muriaticum: Fyrirfinnst í blóði, taugafrumum og vöðvum, hjálpar til við að vinna á ýmsum bólgum í líkamanum.

Kali phosphate: Styrkir og eflir næringu tauga og vöðva, er gott við andlegu álagi.

Kali sulphate: Styrkir og eflir súrefnisflutning og öndun líkamans, er oft kallað „smurolía“ líkamans.

Magnesium phosphate: Fyrirfinnst í vöðvum, taugum og blóðfrumum, er gott við öllum krömpum í líkamanum.

Natrum muriaticum: Styrkir og eflir allt vökvajafnvægi líkamans, er gott við bjúgmyndun.

Natrum phosphate: Fyrirfinnst í blóði, vöðvum, taugum og frumuvökva, getur hjálpað við jafnvægi sýrustigs í líkamanum.

Natrum sulphate: Fyrirfinnst í millifrumuvökva og hefur með streymi galls og starfsemi lifrar að gera, ásamt vökvajafnvægi.

Silica: Er hreinsandi fyrir vefi líkamans, er gott fyrir húð, hár og neglur.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.