Þvagsýrugigt (Gout) er gigtarsjúkdómur sem oftast byrjar skyndilega með bólgu og miklum verkjum. Algengast er að neðri útlimir verði fyrir þessu og yfirleitt er aðeins um einn lið í einu að ræða. Fremsti liður stóru táar er sá sem oftast bólgnar, roði og hiti myndast og húðin getur orðið blárauð. Gífurlega mikill sársauki er til staðar í liðnum sem sýktur er. Aðrir liðir líkamans, til dæmis ökkli, hné, öxl, úlnliður eða olnbogi geta einnig verið útsettir fyrir þvagsýrugigt.

Oft koma einkenni þvagsýrugigtar í köstum sem eru til staðar í nokkra daga til að byrja með, en þau geta staðið vikum saman þegar frá líður. Ef um langvarandi bólgur, jafnvel í mörgum liðum, er að ræða gæti það leitt til skemmda og afmyndunar á liðunum og einnig gætu þá orðið skemmdir í öðrum líffærum, sérstaklega í nýrum.

Þvagsýra er efni sem myndast við niðurbrot kjarnsýra. Þær myndast að mestu leyti í líkamanum en einnig koma þær beint úr fæðunni. Ef niðurbrot kjarnsýra er óeðlilega mikið eða ef þvagsýra skilast mjög hægt út, getur magn þvagsýru í blóðinu hækkað og að lokum geta kristallar myndast í vefjum og valdið þvagsýrugigt. Þvagsýrumagn er mælt með blóðprufu, þvagsýrukristallar sjást við skoðun á liðvökvanum og ástand liða er greint með röntgenmyndatöku

Mun algengara er að karlmenn fái sjúkdóminn (90% á móti 10% kvenna). Þvagsýrugigtin kemur sjaldan fyrr en eftir þrítugt hjá þeim og hjá konum venjulega ekki fyrr en eftir breytingskeiðið. Þvagsýrugigt er oftast af óþekktum orsökum en þeir sem fá fyrstu köstin ungir, geta verið í meiri hættu á að verða síðar fyrir liðskemmdum.

Engar sannanir eru fyrir því að mataræði hafi áhrif á þvagsýru í líkamanum, en sumir einstaklingar hafa þó fundið að sumt, frekar en annað hafi áhrif, t.d. feitur fiskur og sjávarfang, innmatur, kjöt, baunir, sykur og áfengi geti komið af stað kasti.

Vatnsdrykkja er mjög mikilvæg ef einstaklingur er með þvagsýrukast. 2-3 lítrar yfir daginn hjálpar nýrunum að skola þvagsýru úr líkamanum.

Gott er að bæta í mataræði bólgueyðandi innihaldsefnum og bætiefnum t.d.: engifer, túrmerik og hvítlauk  kirsuberjaþykkni, sellerí fræ og bromelain (þykkni unnið úr ananas sem best er að taka á fastandi maga)


Hómópatískar remedíur hafa reynst mörgum gríðarlega vel sem stuðningur við þvagsýrugigt. Til að geta á sem bestan hátt fundið réttustu remedíuna sem hentar hverju tilfelli fyrir sig er mikilvægt að leita til reyndra meðferðaraðila og gefa skýra lýsingu á ástandi einstaklingsins. Skoða þarf alla þætti og öll einkenni sem hann sýnir með tilliti til almenns líkamlegs og andlegs ástands, ásamt staðsetningu og eðli verkja.

Colchicum:  Mikill verkur er í liðnum, roði og hiti eru til staðar og bólga. Gífurlegur sársauki sem er verri á kvöldin og verri við hita. Liðurinn er stífur og verkur eykst við hreyfingu. Einstaklingur finnur fyrir orkuleysi og kulda.

Ledum:  Verkur leiðir upp á við, frá neðri hluta t.d. frá stóru tá upp í ökkla. Verkurinn er verri við hita og betri við að kæla. Bólgan er til staðar bæði í tálið og ökkla með skjótandi verkjum upp fótinn.  

Benzoic acid: Mikill verkur er til staðar, sérstaklega í lið stóru táar. Oft er líka sársauki í hnjám og þau bólgin og aum. Það brakar í liðum við hreyfingu og viðkomandi líður verr utandyra. Einstaklingurinn finnur eymsli í öllum líkamanum og þvagið er brúnleitt og lyktar illa.

Utrica urens:  Getur hjálpað til við að losa líkamann við þvagsýru. Oft fylgja einkenni eins og ofsakláði og útbrot við liðina. Verkir eru oft í öxlum, olnbogum og ökklum og eru gjarnan verri við kulda og raka.

Antimonium crud:  Verkir eru helst til staðar í fingrum og hælum. Oft fylgja meltingavandamál þegar liðir eru bólgnir vegna þvagsýru. Einstaklingur er pirraður, á það til að borða yfir sig og tungan er með hvíta skán.

Sabina:  Skjótandi verkir í tám og hælum, sem eru verri við hita. Liðir eru bólgnir, rauðir og jafnvel glansandi. Hjá konum geta ýmis legvandamál verið fylgikvilli.

Belladonna: Verkur kemur skyndilega og liðir eru rauðir, bólgnir og viðkvæmir með sláttarverkjum sem eru verri við snertingu. Einstaklingur er eirðarlaus, rauður og honum er heitt.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
gudnyosk@heildraenheilsa.is
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.