Þann 19. september 2020 bættust 3 nýjir hómópatar í raðir hómópata á Íslandi, Anna Vilborg Ívarsdóttir, Sigrún Inga Birgisdóttir og Steinunn Oddsdóttir. Aðrir 3 bættust svo í hópinn þann 4. júlí 2021, Katrín Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Svava Ingþórsdóttir. Þetta eru feikigóðar fréttir þar sem nýliðun í faginu hefur verið lítil undanfarin ár.

Hér er um að ræða öflugar konur sem hafa lagt mikið á sig til að geta sinnt sínu fagi af fagmennsku og við hjá Heildrænni heilsu óskum þeim hjartanlega til hamingju með sinn stóra áfanga og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna á sínu sviði.

Hamingjuóskir til ykkar allra – Framtíðin er ykkar.

Frá vinstri: Steinunn Oddsdóttir, Svava Ingþórsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Birgisdóttir, Anna Vilborg Ívarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.