Áhrif brjóstapúða á líkama einstaklinga (Breast implant illness)Síðastliðinn 17. febrúar fór ég í aðgerð þar sem brjóstapúðarnir mínir voru fjarlægðir ásamt örvefnum sem þá umlukti. Aðgerðir á borð við þessa eru umfangsmiklar þar sem skurðirnir sem gerðir eru til að fjarlægja púðanna eru stórir ef örvefur er líka tekinn með. Þegar púðar eru undir vöðva […]
Lesa meira →Heilsuástand kvenna – Eru greiningar alltaf réttar? Þekkt er meðal kvenna að hlustun getur verið ábótavant þegar þær sækja sér þjónustu í heilbrigðiskerfinu vegna kvilla sinna og oft finna þær fyrir fordómum og upplifa sig sem „móðursjúkar“ fyrir það eitt að reyna að sækja sér svör við einkennum sínum og líðan. Einnig er staðreyndin sú […]
Lesa meira →Þvagsýrugigt (Gout) er gigtarsjúkdómur sem oftast byrjar skyndilega með bólgu og miklum verkjum. Algengast er að neðri útlimir verði fyrir þessu og yfirleitt er aðeins um einn lið í einu að ræða. Fremsti liður stóru táar er sá sem oftast bólgnar, roði og hiti myndast og húðin getur orðið blárauð. Gífurlega mikill sársauki er til […]
Lesa meira →Mígreni er mjög slæmur höfuðverkur sem fylgt getur ógleði, sjóntruflanir og ljósfælni. Mígreni getur varað frá því að vera einu sinni í viku eða tvisar á ári og oft er þetta ættgengt. Konur virðast frekar fá migreni og er það álitið tengjast lækkun á hormóninu estrógen, og virðast konar frekar fá mígreni kringum blæðingar, þegar […]
Lesa meira →Álag og streita geta haft mikil áhrif á almenna virkni líkamans. Andleg og líkamleg orka dvínar og skortur getur myndast á nauðsynlegum líkamssöltum. Við verðum móttækilegri fyrir utanaðkomandi áreiti eins og bakteríum og vírusum og ýmsir kvillar geta farið að gera vart við sig. Vefjasölt eru frábær styrking fyrir alla vefi líkamans og tilvalin til […]
Lesa meira →Hjarta og æðasjúkdómar eru afar algengir og því er mikilvægt að huga ávallt vel að hjartaheilsunni. Helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, offita, reykingar, hreyfingarleysi, streita og óhófleg neysla áfengis. Þó að undantekningar séu á, þá má stærstan hluta hjarta og æðasjúkdóma rekja til lífsstíls einstaklingsins. Erfðaþættir geta einnig haft áhrif og þess vegna […]
Lesa meira →Ertu með allt á herðum þér – að sligast vegna þreytu og hefur enga framkvæmdaorku ? Nánast allir hafa upplifað tímabil í lífinu sem eru verulega orkufrek. Það koma tímar þar sem verkefnin hlaðast upp og algengt er að verkefnin hafi tímamörk. Þá þarf að vinna mikið, oftast undir miklu álagi og vinna þarf verkefnin […]
Lesa meira →Fyrstu mánuðir ársins er sá tími sem flestir ætla sér að snúa við blaðinu. Nýtt ár hefur í för með sér upphaf og ný gildi og margir strengja sér heit á þessum tíma um breyttan lífsstíl og loforð um að núna sé tíminn til að taka sig í gegn. Nú skal byrjað með trompi, byrja […]
Lesa meira →Hálsbólga og eymsli í hálsi eru algeng einkenni hjá bæði börnum og fullorðnum, sérstaklega yfir vetrartímann. Hálskirtlar eru tveir kirtlar sem staðsettir eru aftast í hálsinum, tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir alvarlegri sýkingar í öndunarfærunum, og eru hálskirtlarnir þannig einskonar dyraverðir sem hleypa ekki hverju sem er inn í líkamann við innöndun. Bólgnir hálskirtlar […]
Lesa meira →Tenging á milli líkama og huga er oft vanmetin. Algengt er að einstaklingar upplifi sára verki í líkamanum sem tengjast tilfinningum og andlegri heilsu. Verkir eru aðferð líkamans til að vekja athygli okkar á að ójafnvægi er til staðar. Líkaminn lætur vita af sér með því að senda boð með sársaukataugum til heilans til að […]
Lesa meira →