Kvenlíkaminn er merkilegt sköpunarverk, sem hefur þann eiginleika að geta gefið af sér þetta stórbrotna kraftaverk sem barn er. Hann hefur alla eiginleika til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á meðan hann hýsir kraftaverkið og breytir sér svo hægt og rólega í fyrra horf eftir fæðingu gullmolans.

Þrátt fyrir aðlögunarhæfni líkamans er hver meðganga og fæðing einstök upplifun og getur verið nokkuð breytileg, bæði líkamlega og tilfinningalega milli meðgangna. Það að vera barnshafandi er hjá flestum konum dásamleg upplifun, þó er það einstaklingsbundið og sumar konur upplifa sína meðgöngu erfiða líkamlega og jafnvel andlega. Það er mikilvægt að vera meðvituð um hvernig líkaminn breytist og fyrir alla muni að hafa það í huga að meðganga, sem slík, er ekki sjúkdómur eða veikindi heldur eðlilegt ástand og lífsins gangur. Svo framarlega sem konan er hraust, fer eftir heilbrigðri skynsemi, borðar hollan mat, hreyfir sig reglulega og hvílir sig vel á móti, ætti hún ekki að þurfa að breyta miklu í sínu daglega lífi fyrstu mánuðina.

Á þessu níu mánaða ferli líkamans og í nokkra mánuði eftir fæðinguna sýnir líkaminn margskonar einkenni. Í flestum tilfellum eru það tímabundnir og sem betur fer langoftast minniháttar kvillar sem ganga hratt yfir. Ef hlustað er á líkamann og brugðist við á jákvæðan og skynsaman hátt getur konan sjálf haft mikil áhrif á líðan sína.

Nauðsynlegt er að konan sé í góðu mæðraeftirliti frá a.m.k. 10.-12. viku meðgöngunnar, þar sem fylgst er með líkamlegu ástandi hennar.

Algengir kvillar sem geta valdið konunni óþægindum eru til dæmis:

Morgunógleði og aðrir meltingarfærakvillar, brjóstsviði, blóðþrýstingójafnvægi, bjúgsöfnun, æðahnútar, gyllinæð, bakverkir og grindarlos.

Í flestum tilfellum er ekki um alvarlega kvilla að ræða og þar gæti hómópatía svo auðveldlega komið að miklu gagni sem sjálfshjálp fyrir konuna.

Hómópatía er heildræn meðferð þar sem virðing fyrir einstaklingnum og einkennum hans er höfð í fyrirrúmi. Hómópatar byggja fræðin sín meðal annars á reglunni um að „líkt lækni líkt“, það þýðir að einkenni sem koma fram í „stórum“ skömmtum hjá heilbrigðri manneskju geta komið jafnvægi á „veika“ manneskju sé notast við örskammta. Sem dæmi um þetta getum við tekið einfalt dæmi um ofnotkun á kaffi. Ef við drekkum of mikið kaffi spennumst við upp og getum orðið andvaka. En kaffi, eins og önnur efni, getur komið jafnvægi á sömu einkenni og þau valda séu þau gefin í örskömmtum, þannig gæti hvatinn úr remedíunni Coffea, sem búin er til úr kaffibaunum, gagnast við svefnleysi.

Hómópatar notast sem sé við remedíur, en þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu. Remedíur eru það mikið þynntar að ekki er talað um eiginlegt efni heldur hvata.

Eins og nefnt var hér fyrir ofan eru ýmsir kvillar sem geta valdið konunni óþægindum. Hér eru nefndar örfáar remedíur sem gætu gagnast þungaðri konu við nokkrum af þessum kvillum. Algengustu remedíurnar við morgunógleði eru til að mynda; Sepia, Pulsatilla og Nux vomica. Hómópatía getur verið svo breiðvirk þegar einkenni passa vel að þessar sömu þrjár remedíur geta einnig gert verulegt gagn við brjóstsviða og jafnvel fleiri einkennum sem konan gæti fundið fyrir.

Á lokavikum meðgöngunnar byrjar líkaminn að undirbúa sig fyrir fæðinguna sjálfa. Konan þarf þá að hvílast vel, huga vel að næringu og svefni. Meiri líkur eru á að allt gangi að óskum ef konan er vel úthvíld á þessum hluta meðgöngunnar og að hún sé í góðu andlegu jafnvægi.

Remedíur sem hafa reynst vel í fæðingarferlinu sjálfu eru: Arnica, Bellis perennis og Calendula. Við brjóstagjöf og brjóstabólgum má til dæmis nefna; Calcarea carbonica, Pulsatilla, Belladonna og Chamomilla. Einnig má hér nefna örfáar remedíur sem gætu átt við í fæðingarþunglyndi, til dæmis: Cimicifuga, Natrum muriaticum, Sepia og Ignatia.

Þar sem nokkur þúsund remedía eru til er nokkuð ljóst að ótal fleiri remedíur gætu komið til greina á meðgöngunni og í sjálfu fæðingarferlinu. Ávallt er best ef valin er remedía sem hentar einstaklingnum í samráði við hómópata, en með útgáfu sjálfshjálparbókarinnar Meðganga og fæðing með hómópatíu er leitast við að gera konum auðveldar fyrir að hjálpa sér sjálfar á aðgengilegan hátt.

Einkenni og kvillar sem fjallað er um í bókinni Meðganga og fæðing með hómópatíu eru:

Morgunógleði • Bakverkur • Bjúgur  • Blóðskortur • Blöðrubólga • Brjóstsviði • Depurð • Grindarlos Gyllinæð • Hægðatregða • Niðurgangur • Sinadráttur • Slit • Þreyta • Æðahnútar • Fæðing • Brjóstagjöf • Brjóstabólga • Fæðingarþunglyndi • Þvagleki • Þvagteppa

 

Hægt er að nálgast ýmsar hómópatískar remedíur í öllum betri heilsubúðum. Einnig er hægt að nálgast bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu ásamt ýmsum frekari fróðleik á vefsíðu htveir – heildræn heilsa, www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.