Vefjasaltið Kali sulphuricum sér um súrefnisflutning í líkamanum, í samvinnu við Ferrum phosphoricum. Það hjálpar til við skiptingu á súrefni frá blóðstreymi til vefja og frumna á þann hátt að fullkomna öndunarferlið sem byrjar á Ferrum phosphoricum. Hlutverk Kali sulphuricum er í innöndun, en í útöndun hjá Ferrum phosphoricum. Það er gjarnan kallað smurningsvefjasaltið sem tryggir mýkri hreyfingu allra líkamsparta, líkt og  um smurolíu væri að ræða.

Kvillar líkamans þar sem Kali sulphuricum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Útbrot á húð og í hársverði  • Getur hjálpað við að halda hárinu í heilbrigðu ástandi • Tunga gul, slímug og stundum með hvítum börmum • Lítið bragðskyn • Útskilnaður er gulur eða grænn, slímugur • Hor og laus hósti • Hósti frá brjóstkassa og vökvi í lungum • Hefur gagnleg áhrif á öndun • Köfnunartilfinning, verður að fá kalt loft • Hrollur og skjálfti • Verkir sem vara augnablik • Gott í meðferð á görnum/þörmum sem eru í ólagi • Magaslímhúðarþroti

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.