Vefjasaltið Magnesia phosphorica vinnur í gegnum taugar líkamans og nærir hvíta svæðið í taugunum. Magnesia phosphorica finnst í vöðvum, taugum, heila, beinum, tönnum, sæði og blóðfrumum.  Magnesia phosphorica hentar oft best mjóslegnu fólki með ljóst litarhaft, sem er taugaveiklað að eðlisfari. Einstaklingur sem er ófær um að framleiða magnesium fær gjarnan nýrna- eða gallsteina. Magnesia phosphorica hefur reynst sérlega vel við krömpum í líkamanum. Verkir og krampar flakka um líkamann og eru betri við heita bakstra.

Kvillar líkamans þar sem Magnesia phosphorica gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Slappleiki • Þreyta og magnleysi • Krampar • Sinadrættir, sérstaklega hjá barnshafandi konum • Tíðakrampar • Magakrampar • Ungbarnamagakrampi • Krampar eftir að skrifa eða labba mikið • Ristilkrampar • Hiksti • Þvagteppa • Allir verkir eru með smá herpingi, samdrætti eða krampa

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

One Response to Magnesia phosphorica

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Gudny Osk Didriksd, htveir. htveir said: Frábært vefjasalt sem að hjápar við t.d. sinadrætti – endilega finnið tækifærið til að prófa 🙂 http://fb.me/CDT80cJ9 […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.