Hómópatía er örugg, áhrifamikil og fljótleg leið til að draga úr veikindum eða einkennum hunda. Helsti kostur hómópatíu er að hægt er að hjálpa hundunum án óæskilegra aukaverkana.

Hér á eftir er farið yfir þrettán gagnlegar hómópatískar remedíur eða úrræði fyrir hunda. Þessi úrræði koma sér vel þegar hundurinn er ekki alveg eins og hann á að sér að vera eða ef hann hefur orðið fyrir hnjaski eftir leik eða gönguferð í náttúrunni.

Hér eru nokkrar remedíur sem gott er að hafa í skyndihjálparkassa hundsins.

Aconitum Nappellus (Aco)

Ástand sem við tengjum við Aconite er fyrst og fremst hræðsla. Sem dæmi má nefna þrumur, flugelda- og skothvellir eða hreinlega ótti við að vera einn heima eða skilinn eftir.

Annar þáttur sem skiptir máli þegar Aconite á í hlut er að einkennin koma skyndilega. Aconite getur verið gagnleg ef hundurinn verður skyndilega veikur, fær hita og kvef.

Einkenni sem benda til þess að hundurinn þinn þurfi á Aconite að halda er t.d. skyndilegur hiti, ákafur verkur og hugsanlega hræðsla. Aconite getur verið mjög gagnleg remedía til að gefa hundinum fyrir heimsókn til dýralæknis, Aconite gæti við slíkar aðstæður dregið úr hræðslu hans eða áfalli sem hann gæti orðið fyrir.

Apis Mellifica (Apis)

Remedían Apis er unnin úr býflugu. Hún getur verið gagnleg við einkennum sem líkjast bólguviðbrögðum við býflugnastungu, þ.e. roði og hiti á tilteknu svæði, bólga, kláði og sviði.

Apis hefur reynst vel hjá hundum sem hafa orðið fyrir skordýrabiti og eftir  býflugnastungu, við margs konar ofnæmisviðbrögðum, augnhvarmabólgum og við bólguviðbrögðum eftir sprautur. Almennt við öllu bólguástandi. Apis gæti átt við ef hundurinn á erfitt með þvaglát.

Arnica Montana (Arn)

Arnica er einstaklega gagnleg remedía og getur hjálpað við nánast öllum meiðslum, sér í lagi þar sem mar er til staðar á og við áverkasvæði.

Hundur sem þarfnast Arnica finnur mikið til og vill ekki láta snerta sig. Hundurinn er eirðarlaus og honum virðist ómögulegt að finna þægilegan stað til að leggjast niður á.

Arnica getur einnig verið gagnleg fyrir eldri hunda sem eru með langvarandi meiðsl eða hunda sem hafa ofreynt sig. Ef hundurinn fer með í langan reiðtúr, réttir eða áreynslumikið ferðalag, er rétt að gefa Arnica fyrir og eftir ferð. Ef notuð er Arnica olía eða Arnica urtaveig skal varast að bera á opin sár þar sem það getur valdið frekari bólgu og komið í veg fyrir gróanda á sárinu.

Arsenicum Album (Ars)

Arsenicum hefur reynst vel í bráðaástandi hjá hundum, þó sér í lagi ef um skyndilegan niðurgang eða uppköst er að ræða. Hundur sem þarfnast Arsenicum er oft eirðarlaus, veiklulegur, kulvís og honum líður oft verr eftir miðnætti.

Arsenicum getur gagnast vel ef hundurinn verður fyrir eitrun, hvort heldur að sé matareitrun, eða að einkenni byrja eftir lyfjatöku eða eftir bólusetningu.

Fragaria (Frag)

Vinnur vel á tannsteini. Mýkir upp tannsteininn og kemur í veg fyrir að hann harðni, þetta veldur því að ekki er mikið mál að ná tannsteininum í burtu og álagið á hundinn minnkar til muna.

Hepar Sulphuris (Hep)

Hepar sulphuris hefur reynst vel ef um sársaukafullt bólguástand er að ræða, t.d. ígerðir, sýkingu í húð, sýkingu í gómi og eyrnarbólgu, lykt af útskilnaði frá sýkingasvæðinu getur verið mjög mikil og vond.

Hundar sem gætu þurft á þessari remedíu að halda finna fyrir það miklum sársauka að þeir gráta, urra og nánast ærast vegna verkja. Þeir reyna að fela sig ef viðkvæma svæðið er snert. Þeir eru mjög kulvísir og viðkvæmir fyrir dragsúg og við minnsta kulda.

Hypericum (Hyper)

Hypericum getur verið hjálpleg ef hundurinn verður fyrir áverka á taugum. Sem dæmi má nefna ef hundurinn klemmir rófu eða fætur.

Ledum Palustre (Led)

Ledum hefur reynst vel ef um stungusár er að ræða, hvar sem er á búknum og sérstaklega ef stunga er nærri augum. Hundar sem þurfa á Ledum að halda eru yfirleitt reiðir eða pirraðir, þeir kjósa að fá að vera í friði.

Ledum gæti verið gagnleg ef um skordýrabit eða -stungur er að ræða og einnig flóabit, einkum ef stungusvæði er bláleitt og kalt viðkomu (Apis: rautt og heitt).

Nux Vomica (Nux v)

Nux vomica hefur reynst vel ef hundur sýnir neikvæð viðbrögð við lyfjagjöf, einnig ef hundurinn kemst í mat sem ekki er ætlaður honum eða ef hann borðar of mikið.

Hundur sem þarfnast Nux vomica er oft pirraður og viðkvæmur fyrir kulda, hávaða, ljósi eða lykt. Nux vomica getur átt við ef hundurinn sýnir of mikil yfirráð.

Nux vomica getur komið jafnvægi á uppköst hjá hundum, sér í lagi ef hann kúgast einnig. Eins gæti Nux vomica verið gagnleg bæði við niðurgangi og harðlífi hjá hundum, en í báðum tilfellum virðist hann eiga í erfiðleikum með að koma hægðum frá sér.

Phosphorus (Phos)

Phosphorus hefur reynst vel fyrir hunda sem hafa tilhneygingu til að blæða, sem dæmi má nefna blóð í hægðum, uppköstum, slími eða í öðrum útskilnaði. Phosphorus hefur einnig gagnast hundum sem fengið hafa blóðnasir, hósta og bronkítis. Einnig ef blæðingar eru til staðar eftir got og við ógleði eftir staðdeifingu eða svæfingu.

Ef hundur verður fyrir slæmum skurði sem blæðir mikið úr er ráðlagt að gefa Phosphorus á leiðinni til dýralæknisins.

Pulsatilla (Puls)

Pulsatilla hefur reynst vel fyrir hunda sem væla mikið, eru litlir í sér og tilvalið er að gefa hundinum Pulsatilla þegar byrjað er að skilja hann eftir einan heima. Það hefur líka reynst vel að gefa Pulsatilla þegar hvolpur kemur inn á nýtt heimili eftir aðskilnað við mömmu sína og það umhverfi sem hann þekkir.

Pulsatilla hefur reynst vel við slímvandamálum hjá hundum, hvort sem um er að ræða slím í augum eða eyrum og er þá útskilnaðurinn oftast gulur/grænn og þykkur.

Rhus Toxicodendron (Rhus tox)

Rhus tox hefur reynst vel fyrir hunda með liðverki og gigt. Hundar sem þurfa á Rhus tox að halda eru oft stirðir þegar þeir byrja að hreyfa sig, en skána við áframhaldandi hreyfingu. Ef hundur verður fyrir tognun í liðum eða sinum gæti Rhus tox verið fyrsta remedía sem kæmi til greina.

Rhus tox hefur líka reynst vel við húðútbrotum þar sem einkennin eru bólga, kláði og roði.

Silicea (Sil)

Silica hefur reynst vel fyrir hunda með viðkvæma húð, oft er um að ræða ígerð, blöðrur og húð sem grær illa. Silica getur hjálpað til við hreinsun á sárinu með því að ýta út óhreinindum og gæti komið í veg fyrir myndun örvefja.

Hundar sem þurfa á Silica að halda hafa oft kirtlavandamál og getur jafnvel verið stækkun á kirtlum. Silica getur oft verið gagnleg þegar um er að ræða ígerð eða bólgu í gómi eða tannrótarbólga.

Hér fylgir smá yndisleg hundaspeki:

Ég dilla rófunni og þunglyndið hverfur frá þér.
Ég skríð í fang þér og ygglibrúnin hverfur fyrir brosi.
Ég fer í eltingaleik við þig og þú ferð að hlæja.

Í staðinn vil ég bara fá mat tvisvar á dag og alla þína elsku.

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.