Vefjasaltið Natrum muriaticum hefur með vökvajafnvægi og vökvanotkun líkamans að gera. Allt sem viðkemur líkamsvökva, hvort heldur of mikinn eða of lítinn. Mikilvægt hlutverk Natrum muriaticum er framleiðsla á saltsýru. Of lítil sýra, þýðir hæg melting, sérstaklega á kalsíumríkri fæðu.

Kvillar líkamans þar sem Natrum muriaticum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Orkuleysi  og vonleysistilfinning • Þróttleysi og veikir vöðvar • Þungur svefn og þreyta á morgnana • Kaldir og dofnir útlimir • Bjúgsöfnun víða um líkamann • Ef húðin er sprungin vegna vökvaskorts • Sprungnar varir og fingurgómar • Exem í andliti og hársverði • Hamrandi höfuðverkur, verstur á morgnana • Kvef með glærum útskilnaði og hnerra • Minnkandi lyktar- og bragðskyn  • Saltlöngun • Viðkvæm augu sem tárast í vindi • Þurr háls og nef  • Mikill þorsti • Blæðingar frá maga og þörmum • Heymæði  • Bakverkur sem er betri við að liggja á hörðu, með púða undir mjóbakinu

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

2 Responses to Natrum muriaticum

 1. Guðrún Freydís says:

  Sæl. Það eru atriði sem passa við mig eins og bjúgsöfnun og viðkvæm augu, kvefið, ég er alltaf með stíflaðar ennisholur. Hvernig er þetta ath. Kv. Guðrún Freydís

 2. htveir says:

  Sæl Guðrún Freydís

  Vefjasöltin ein og sér geta gert kraftaverk, einnig henta þau einkar vel, séu þau notuð með hómópatískum remedíum.

  Skoðaðu greinarnar hér á vefnum:
  Ennis- og kinnholubólgur http://www.htveir.is/?p=2126 og
  Kvef og flensur http://www.htveir.is/?p=602 í þessum greinum gætir þú fundið góð ráð til að hjálpa þér. Einnig er hér lýsing sem fram kemur í bókinni *Meðganga og fæðing með hómópatíu* á bjúg þar sem Natrum muriaticum gæti hjálpað

  Natrum muriaticum: Gæti átt við ef bólgur
  eru í kringum augu og á útlimum. Bjúgur á
  útlimum versnar eftir að hafa verið í sól og hita.
  Kona sem þarf á Natrum muriaticum að halda er
  oft tilfinningalega lokuð og þreytist venjulega
  mikið við að vera í sól. Hún er oftast þyrst og
  með mikla löngun í salt og saltan mat.

  Mikill hluti af þeim upplýsingum sem fram koma í bókinni eiga ekki endilega eingöngu við ef um þungun er að ræða.

  Vonandi finnur þú ráð og svör við spurningum þínum – ávallt er þó heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá útlærðum hómópata ef vandamálið hefur verið langvarandi.

  Gangi þér vel

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.