Vefjasaltið Natrum sulphuricum finnst í millifrumuvökva, en ekki í sjálfum frumunum. Natrum sulphuricum sér um að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Það stjórnar eðlilegri starfssemi lifrar og eðlilegu streymi galls til maga. Dregur úr bjúgmyndun.

Kvillar líkamans þar sem Natrum sulphuricum gæti verið gagnleg eru meðal annars:

Mikill  höfuðverkur með súrum niðurgangi • Andleg vandamál sem koma eftir slys á höfði • Súrt bragð í munni  • Niðurgangur súr • Tunga með skítugri skán • Astmi, verri í röku veðri og hósti með þykkum seigum hráka • Astmi í börnum með sögu um húðvandamál • Slímhúðarþroti í berkjum með hósta sem er verri snemma á morgnana • Öndunarerfiðleikar • Verkir upp og niður hrygg og bak, sem leiða aftan á háls • Gigtarverkir í liðum, sérstaklega í fingrum, tám og ristum  • Verkir í mjaðmaliðum • Settaugarbólga (þjótak) • Þvagsýrugigt • Kippir í svefni

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.