Phosphorus er fosfór og er eitt af grunnefnum líkamans og ein af fimm hómópatískum remedíum sem kölluð er grunnremedía.

Phosphorus – Börn

Eru oftast há og grönn, hafa fínlegar hendur og roðna auðveldlega. Eru eirðarlaus, kvíðin, glögg, uppstökk og auðtrúa. Þau eru miklar félagsverur og eiga mikið af vinum.

Eru opin, viðkvæm, mjög tilfinningasöm og finna til með öðrum. Geta verið mjög viðkvæm fyrir umhverfi sínu. Þau elska faðmlög og huggun. Eru hugmyndarík og listhneigð, lifa sig inn í sögulestur og bíómyndir og upplifa aðstæður sögupersónanna. Eru bráðgáfuð en ekki miklir námshestar og hata próf og heimanám. Eru hrædd við myrkur, að vera ein og þrumuveður. Eru gjörn á að fá martraðir.

Phosphorus – Fullorðnir

Er oftast há, grönn og dökk yfirlitum. Með fínlega, föla húð og roðnar auðveldlega. Á það til að klæðast mjög skrautlega. Kátína og glaðværð einkennir Phosphorus og hún þrífst á því að vera í sviðsljósinu og er oftast sú sem að allir hlusta á. Elskar að ferðast og er mjög forvitin. Phosphorus er oft líkt við kampavín, freyðandi, björt og glampandi. Er ofurviðkvæm og tilfinningasöm og fer auðveldlega úr jafnvægi t.d. vegna ýmissa stressþátta, vinnuálags, sorgar. Getur verið það viðkvæm að hún getur fengið sömu sjúkdómseinkenni og þeir hafa sem að hún talar við, eða jafnvel les um. Veður og veðrabreytingar, jafnvel tunglskipti, geta haft mikil áhrif á hana. Phosphorus hlustar á alla og tekur mikið inn á sig. Allir eru mikilvægir í hennar augum, en hún er fljót að gleyma og lifir aðeins fyrir líðandi stundu. Verður áhyggjufull um heilsu sína og annarra og um að eitthvað slæmt gerist. Getur haft á tilfinningunni að hún yfirgefi líkama sinn og finni ekki fyrir líkamspörtum. Hræðist hávaða, storm, þrumuveður og að vera ein.

Einkenni:

Almennt er Phosphorus kulvís, en getur þó verið mjög heitfeng, einkennin eru oftar vinstra megin eða þá hægra megin á efri hluta og vinstra megin á neðri hluta líkamans.

Brennandi verkir, allir verkir eru betri við nudd.

Öndunarfæravandamál. Asmi, hósti þurr og djúpur.

Kvef sem þróast í bronkítis og síðar lungnabólga.

Ofvirkni og einbeitingarskortur.

Magasár, magabólgur með ógleði og uppköstum, sem er betri við kalda drykki, en æla um leið og vökvi hitnar í maganum. Niðurgangur.

Blóðrásarvandamál. Blæðingar, innvortis blæðingar.

Æðahnútar. Konur fá miklar blæðingar. Blóðnasir, sérstaklega hjá börnum.

Blóðsykurskortur. Sykursýki.

Dofi, lömun. Hjartavandamál. Hraður hjartsláttur.

Lifrarvandamál.

Mikill þorsti í ískalt vatn og kaldan mat. Vilja bryðja ís.

Einkenni eru verri við hreyfingu, við að ganga, við að liggja á vinstri hlið, kl. 9.00, við að fara úr hita í kulda, við lykt, að vera í ull, vera nærri köttum.

Einkenni eru betri við nudd, við snertingu, við stuttan svefn, við félagsskap, við að borða og sætindi.

Matur:

Sækir í ískalt vatn, kaldan mat, kryddað, salt, fisk, ís, sætindi, súkkulaði, kjúkling.

Vill ekki salt, fisk, ostrur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.