Rhus toxicodendron er unnin úr blöðum brenninettluplöntunnar.

Rhus toxicodendron  – Manngerð

Er sterkbyggt fólk, jarðbundið og praktíst. Það fyrsta sem kemur þeim í vandræði er að þau yfirkeyra sig, oft bæði andlega og líkamlega. Þau yfirkeyra sig með mikilli vinnu, hafa of  miklar áhyggjur og yfirdrifna ábyrgðarkennd.  Eru heilbrigð og hraust, líkamlega sterk og vinna gjarnan erfiðisvinnu. Það fyrsta sem hrjáir þau er oft stífur háls og axlir, þá sækja þau í heitt bað/sturtu og nudd til að slaka á. Svefnvandamál byrja að gera vart við sig út af áhyggjum.  Þau eru alltaf út á ystu brún, hafa áhyggjur af því að sem þau þurfa að gera, vinna meira og tapa meiri svefni og verða orkulaus, en geta ekki slakað á. Þá fara þau að verða lokuð, stífna upp, verða kvíðin og geta ekki slakað. Þau eru indælt og rólegt fólk en er oftast tilfinningalega lokað. Oft miklir íþróttamenn, verða að hlaupa/æfa því þeim líður betur á eftir og þá ná þau að slaka á. Þau geta orðið háð æfingunum og þurfa þá að æfa meira til að slaka á. Þá byrja þau að fá flensur, kvef og hálsbólgu, verða mjög slöpp en verða að fara á fætur og hreyfa sig til að losna við verkina. Þau hafa áhyggjur af heilsunni og taka vítamín og heilsushake á morgnanna og gera svo æfingarnar sínar, þá eru þau loksins vöknuð. Öll einkenni þeirra eru verri á morgnana, orkuleysi, einbeitingaleysi og þau ná ekki að hugsa skýrt. Þau hafa áhyggjur af því að særast hvort heldur er líkamlega eða andlega. Þola það ekki að meiðast, því þá geta þau ekki æft, gera allt til að komast í form aftur. Síðar fara þau að hræðast það að fá sjúkdóma t.d. gigt og sýkingar. Þau eiga erfitt með að sætta sig við og viðurkenna að þau séu veik og reyna að halda áfram að stunda allt sitt. Fá síðan gigt og lokast meira því þau geta ekki stundað æfingarnar sínar og fengið sína útrás. Verða þá pirruð og leið.

Önnur mynd af Rhus toxicodendron er að þau eru ekki hlýir persónuleikar, eru alltaf eftir bókinni, staðfastir. Þau neita að þiggja aðstoð, vegna þess að þau voru vön að gera þetta sjálf. Eru sjálfstætt og lokað fólk, þar til að þú kynnist þeim, þá gott og rólynt fólk. Þau enda oft í þunglyndi eftir langvarandi veikindi og geta orðið hjátrúafull og hrædd.

Einkenni:

Stressaðir, eiga erfitt með að slaka á, óþolinmóðir og eirðarlausir.

Hrollgjarnir, fullkomnunarsinnar, vinnuþjarkar og áhyggjufullir.

Vöðvaspenna, stífir í hálsi og öxlum, kjálkavandamál, brakar í kjálkaliðum og eru oft með koparbragð í  munni. Viðkvæmir fyrir kuldatrekki og köldu vatni.

Hræddir um að eitthvað slæmt gerist, vonleysi, volar án þess að vita hvers vegna.

Hjátrúafullir og velta sér upp úr óþægilegum liðnum atburðum, sérstalega

eftir miðnætti.

Rauðir flekkir á vinstri kinn. Stíft bólgið andlit.

Þurrar varir með brúnum sprungum, finnast tennur langar og lausar og eins og tungan sé skinnklædd.

Mikill þorsti sem er verri um nætur.

Hafa fengið nóg, vilja deyja og eru sáttir við það.

Gigt, krónískir mjóbaksverkir, krónískur stífur háls, brákun á hálsi og frosin öxl.

Flensa ef stífleiki er mikill í líkama og líður betur við hreyfingu og hita.

Kvef og hálsbólga með hæsi. Gulur útskilnaður, krónísk ennis-og kinnholustífla.

Húðbólga, skinnþroti, ofsakláði, blöðrur og frunsur. Hlaupabóla.

Liðir. Tognun á liðum. Sinabólga. Vöðvagigt. Hryggjargigt.

Brennandi verkur sem er betri við hita.

Undirrmiga, sérstaklega drengir.

Þvagleki, sérstaklega konur eftir kulda. Lömun vegna kulda og bleytu.

Tunga er oft þurr með rauðum broddi. Rauður þríhyrningur á tungubroddi.

Einkenni eru verri við kulda, bleytu, fyrir storm, veðurbreytingar, ljósaskiptin, á morgnana, að sitja kyrr, við að lyfta e-u og á kvöldin.

Einkenni eru betri við hita, við að æfa, við heita sturtu/bað/sauna, í sól, við þrýsting og nudd.

Matur:

Sækir í mjólk, jógúrt, osta, sætindi og sætabrauð

 

Vill ekki kjöt, brauð

 

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.