Natrum muriaticum er unnin úr sjávarsalti.

Natrum muriaticumBörn

Börnin geta verið lítil og smá miðað við aldur, oft sein til að byrja að tala og ganga.  Geta verið frekar dökk á hörund, þau svitna auðveldlega í andliti og virðast því rjóð og glansandi. Þau eru lokuð tilfinningalega, viðkvæm fyrir gagnrýni og verða auðveldlega sár. Þau eru hrædd við að verða sér til skammar. Eru því mjög samviskusöm, ábyrgðarfull og oft með fullkomnunaráráttu. Þau gera heimalærdóminn vel og gæta systkina sinna. Haga sér almennt vel, en geta fengið ofsaköst og lent í slagsmálum í skólanum. Oft geta þau orðið erfiðir unglingar. Þau upplifa oft líkamlega kvilla t.d. höfuðverki, sértaklega í skólanum. Þau geta verið döpur og jafnvel þunglynd og kenna sér um allt sem miður fer hjá fjölskyldunni. Loka sig jafnvel af og vilja vera ein.

Natrum muriaticum – Fullorðnir

Alvarleg ásýndar, oft með þunna, stífa efri vör. Líkamsvöxtur er oft perulaga eða grannur. Nærir sig illa og er gjarnan með litlaust hár.

Auðsæranleg og dregur sig gjarnan í skel til að forðast gagnrýni og móðganir. Sækir í einveru og er sjálfri sér nóg. Byggir upp vegg í kringum sig og er oft haldin vonleysi og örvæntingu gagnvart framtíðinni.  Grætur oftast ein og á það til að skæla yfir smámunum en vill ekki láta hugga sig.

Festist í fortíðinni og getur/vill ekki sleppa takinu á henni.

Er lokuð og jafnvel þunglynd, getur verið óþolinmóð og ósveigjanleg, taugaveikluð og smámunasöm.

Er vinnusöm, samviskusöm, heiðarleg og  sækir í umönnunar- og hugsjónastörf.

Hræðist að missa stjórn á sjálfri sér, að mistakast, við myrkrið, dauðann, innbrotsþjófa og að missa vitið.  Er ljósfælin, með innilokunarkennd og líður illa í mannmergð og í þrumuveðri.

Einkenni:

Höfuðverkur eða mígreni sem byrjar eftir áfall. Eins og höfuð sé að springa eða verið sé að lemja með hamri á heilann.

Verkur yfir augum og verri við að hósta.

Verkur í hvirfli með doða eða truflun á sjón, líður betur þegar vaknar, líður verr frá sólarupprás til sólarlags, verri fyrir blæðingar, verri við hreyfingu, verri við að lesa og tala, verri á milli 10-15, betri við að sofa, betri við að liggja, betri við þrýsting á augun, betri við að liggja með höfuð hátt, betri við að sitja kyrr. Verða ljósfælin eða blindast alveg í höfuðverkjaköstum.

Höfuðverkur hjá unglingsstúlkum.

Svimi, sem oft er verri á meðgöngu.

Þurrkur í húð, munni, hálsi og leggöngum. Feit húð í andliti. Þurrar sprungnar varir oft með djúpa sprungu í neðri vör. Exem í hársverði og aftan á hálsi, líður verr í sól.

Herpes á vörum, andliti eða kynfærum.

Fljótandi augu, slímhúðarþroti. Tilfinning er eins og sandur sé í augum. Frjókornaofnæmi.

Ennis- og kinnholukvef. Mjög þyrst, sérstaklega í kalt vatn.

Allur útskilnaður eins og eggjahvíta. Ræskir sig oft til að hreinsa upp slím.

Astmi, líður verr á milli kl. 17-19.

Bakverkur, líður betur við að liggja á hörðu og við harðan þrýsting.

Dofi í höndum og fótum. Truflun á skjaldkirtli og of hár blóðþrýstingur.

Getur ekki sofið. Grætur í svefni. Vill sofa á vinstri hlið.

Breytingaskeið. Döpur fyrir blæðingar og oft fylgja þeim vandamál. Útferð fyrir og eftir blæðingar. Vill ekki kynlíf.

Einkenni eru verri við hita og sól, nærri sjó, við raka, við áreynslu, um kl. 10:00, við að liggja á vinstri hlið, við kynþroska og eftir blæðingar.

Einkenni eru betri við ferskt loft, við að svitna, við að fasta, við að hvíla sig, við kalt bað, við að liggja á hægri hlið, fyrir morgunmat, við að anda djúpt og við að vera í þröngum fötum.

Matur:

Sækir í salt og saltan mat, súran mat, kalda drykki, bjór, brauð, súkkulaði, mjólk og kaffi.

Vill ekki salt, kjúkling, brauð, fitu, slímugan mat, kaffi og mjólk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.