Baryta carbonica er unnið úr hvítum kristal.

Baryta carbonica – Börn

 

Sem börn eru þau mjög hæg andlega og/eða líkamlega. Þau eru sein til á öllum sviðum og sum verða það alltaf. Komast ekki út úr barnaskapnum og sem fullorðnir geta þeir ekki séð um sig sjálfir og eru því alltaf háðir öðrum. Þau eru feimin og til baka. Gera sér stundum grein fyrir ástandi sínu og verða þá afbrýðisöm eða verður illa við aðra, jafnvel hrædd við ókunnuga. Þeim líður best í umhverfi sem þau þekkja og í kringum fólk sem þau þekkja. Þau sækja í rútínu í lífinu. Oft eru þau klunnaleg, í yfirvigt og eru þrjósk. Eiga erfitt með allan lærdóm og hægt er að sjá í augum þeirra að þau skilja ekki. Þau hafa skammtímamynni en ekkert langtímamynni. Eru mjög háð mömmu sinni og fela sig á bak við hana, eru oftast þæg og góð. Þau hræðast auðveldlega og vilja alls ekki vera ein. Leika sér helst ekki með dótið sitt og eru háð tónlist.

Baryta carbonica – Fullorðnir

 

Þetta ástand getur komið upp eftir heilablóðfall. Fólk gengur í barndóm aftur. Verða sjúklega tortryggin um að allir séu að tala um sig. Lýsa því oft yfir að tilfinnig sé um kóngulóarvef í andliti. Eldast fjótt. Efri hluti líkamans er stífur og dofinn.

Lömunar-, dofa- eða brunatilfinning á einstaka líkamspörtum.

Blöðruhálskirtilsvandamál. Slagæðagúlpur. Kviðslit. Heilablóðfall. Illkynja bandvefsvöxtur og æxli í fituvef.

Einkenni:

 

Almennt eru Barita carbonica kulvís og einkenni þeirra vinstra megin.

Kirtlavandamál og hægfara eru lykilorð í einkennum Barita carbonica.

Krónískt bólgnir kirtlar og hálsbólga, kokeitlavandamál og stórir nefkirtlar.

Þau sofa með opinn munninn vegna stórra kirtla.

Sem ungbörn dafna þau illa, eru smá og fá magakveisur.

Húðvandamál, húð lítur út eins og hún sé gömul.

Hafa exem í hársverði. Oft hafa þau smáa líkamsparta.

Heyra illa og fá martraðir. Oft er mikil táfýla af þeim.

Barn getur farið í þetta ástand eftir veikindi, eins og eitthvað stoppi í þroska þess.

Einkenni eru verri við félagsskap, við þrýsting, við að liggja á verri hlið, í sól, við að borða, sætindi og áfengi.

Einkenni eru betri við hita, við að vera ein, við að vera úti við og við að borða kaldan mat.

Matur:

 

Sækir í egg, sætindi.

Vill ekki ávexti, sætindi.

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.