Drosera er unnið úr samnefndri plöntu.

Drosera – Börn

Eru oft vannærð, horuð börn. Bein þeirra geta farið að afmyndast vegna vannæringar.

Hósti og beinverkir.

Nætursviti og svefnleysi.

Drosera  – Fullorðnir

Þeim leiðist auðveldlega, pirrast, geta verið þrjósk, tortryggin, óróleg og kvíðin.

Hræðast það að vera ein og eru hrædd við drauga.

Einkenni:

Aðallega notað við öndunarfærakvillum, vandamálum í lungum, í eitlum og í hálsi.

Sár, brennandi verkur og þrengslaverkur í brjósti og hálsi.

Krampakenndur hósti sem kemur í köstum og endar oft með uppköstum.

Hósti sem kemur djúpt úr brjósti. Viðkomandi verður að halda um brjóst þegar hóstar.

Kitlandi hósti. Hósti sem byrjar eftir mislinga. Kíghósti með hæsi. Astmi.

Bronkítis. Andþrengsli á göngu, hrákur gulur, uppköst.

Raddleysi eða hæsi með ertingu í barkakýli, hóstaköst, uppköst.

Tilfinning um fjöður í hálsi sem versnar við að hósta.

Nefkvef með hnerra. Hrákur getur verið blóðlitaður.

Bólgnir eitlar. Tunga er með hvítri skán.

Kuldahrollur með skjálfta. Andlit er heitt, en útlimir kaldir.

Hiti og nætursviti.

Einkenni eru verri við hita, við að vera í heitu rúmi, við að liggja og að hvíla sig, eftir miðnætti, um kl. 03:00 að nóttu, við að drekka og að borða og við að borða kaldan mat.

Einkenni eru betri við að labba, við hreyfingu, við þrýsting, við ferskt loft, við að sitja upp í rúmi.

Matur:

Vill ekki súrt.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.