Eupatorium perfoliatum er unnið úr allri plöntunni Thoroughwort.

Eupatorium perfoliatum – Manngerð

Getur verið mjög leið og endað í miklu þunglyndi. Er viðkvæm fyrir snertingu, eirðarlaus og þreytt og á erfitt með að koma sér vel fyrir, sérstaklega þegar hún er komin upp í rúm.

Einkenni:

Almennt er Eupatorium perfoliatum kulvís og einkenni koma oftar fram hægra megin í líkamanum.

Mikill þorsti í kalda drykki. Svitna lítið, en líður betur við að svitna.

Beinverkir, oft tilfinning um að bein séu brotin. Allur líkaminn verkjar, vöðvar og bein.

Flensa og influensa. Kvef með glærum útskilnaði og hnerra. Kuldahrollur niður bakið.

Hitaköst, hiti kemur og fer.

Skán er á tungu, hvít- eða gulleit og rammt, beiskt bragð í munni.

Höfuðverkur, oft með ógleði og uppköstum. Verkur aftan til í höfðinu.

Mígreni sem kemur reglulega. Skjótandi gagnaugaverkur frá vinstri til hægri.

Verkir í augunum, augasteinunum.

Svimi á morgnana, tilfinning um að vera að falla til vinstri.

Hálsbólga sem er betri við kalda drykki og ís. Hæsi á morgnana.

Hósti, líður betur við að halda um brjóstið. Hósti er verri á kvöldin og við tilfinningar.

Meltingarvandamál, líður betur við að kasta upp.

Hægðir hvítar.

Fá hjartaverk eins og að hjartað herpist saman.

Bólgur á útlimum.

Húð gulleit.

Kasta upp ef hafa kuldahroll.

Einkenni eru verri við kulda og kalt loft, við hreyfingu, á nóttunni, um kl. 7:00-9:00, við lykt af og við að sjá mat.

Einkenni eru betri við að svitna, við að kasta upp, við samræður.

Matur:

Sækir í kalda drykki, ís.

Vill ekki mat.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.