Kali carbonicum (kalíum karbónat) er hvítt duft sem er t.d. notað í framleiðslu á sápu, gleri og ýmiskonar kalísöltum.

Kali carbonicum – Börn

Börn sem eru alin upp á mjög ”réttan”, þröngan hátt, oft á mjög trúuðum heimilum. Þar sem er mikill agi og allt er í mjög föstum skorðum. Þau verða mjög viðkvæm og viðráðanleg. Djúp hræðsla myndast innra með þeim og þau verða hrædd við að gera eitthvað vitlaust. Þau verða einnig hrædd við viðbrögð umhverfisins og geta orðið mjög vanaföst. Þau þurfa að hafa lífið í sama munstrinu og í rútínu, verða eins og vélmenni. Þau einangrast og fara að leita í sína líka. Eru lokuð og leyndardómsfull og verða öðruvísi. Á kynþroskaldri þegar rómantíkin kemur inn í lífið fer allt að stangast á við trú þeirra á lífið og tilfinningar þeirra.

Kali carbonicum – Fullorðnir

Eru skapmikið og stjórnsamt fólk. Lifa í eigin heimi sem er fullur af kreddum, vanafestu og þröngsýni.  Þau sjá allt svart eða hvítt, ekkert grátt og enginn millivegur. Eru full af sjálfsöryggi, en ef ekki er allt gert eins og þau vilja eru þau farin. Algengt er að sorg komi þeim í þetta ástand, þá fara þá oft í sértrúasöfnuð og festast þar, því þar finna þau öryggi. Verða áhugalaus, flöt og ekkert snertir þau. Það er aldrei neitt að hjá þeim, hvorki hræðsla né áhyggjur, því þau ganga á Guðs vegum og ekkert fær þeim haggað. Þau verða aldrei reið og rífast ekki. Þannig bæla þau niður allar mannlegar tilfinningar.
Allt þeirra líf er eftir klukkunni, ekkert kemur frá hjartanu heldur fyrirfram ákveðið í huganum. Eru ósveigjanleg og biðja aldrei um hjálp. Veikindi þeirra eru í takt við hugann, allt stíft, fá liðagigt og hryggurinn er allur stífur og stirður. Það er veikleikamerki fyrir þau að fara til læknis og það að viðurkenna að eitthvað sé að og þau þurfi að fá hjálp, þess vegna eru þau oft mjög illa haldin þegar þau loksins leita sér aðstoðar. Verða svo þunglynd yfir að ráða ekki sjálf við veikindin og hafa ekki fulla stjórn. Hafa lítið skopskyn, eru mjög þröngsýn, hafa sterka réttlætiskennd og eru skyldurækin. Velja sér oft starf sem lögreglumenn eða hermenn.
Eru oft þéttvaxin og dugleg, líta út fyrir að vera mjög heilbrigð, þrátt fyrir að vera mjög veik.

Einkenni:

Almennt er Kali carbonicum kulvís og oftast eru einkennin hægra megin.
Allur sársauki er stingandi, eins og heitri nál sé stungið í líkamann.
Brennandi sársauki í endaþarmi, sem slær á verki við að setjast í kalt vatn. Gyllinæð.
Magavandamál, gasmyndun og uppþemba.
Astmi. Lungnabólga, oftar hægra megin. Kíghósti, sem staðið hefur lengi.
Liðagigt, oft kræklóttir fingur.
Stirður stífur háls og bak.
Kulsækið fólk sem þolir illa vind og gegnumtrekk. Kvefsækið.
Pirringur fyrir blæðingar. Þola illa snöggan óvæntan hávaða.
Svitna aðallega undir höndum.
Efri augnlok bólgin. Svefnleysi.
Hafa á tilfinningunni að rúmið sé að sökkva undan þeim.

Einkenni eru verri við kulda, við að liggja á veiku hliðinni, við byrjun á svefni, um kl. 02:00-05:00 að nóttu, eftir kynlíf, eftir barnsburð og eftir vökvatap.

Einkenni eru betri við hita, á daginn, við ferskt loft, við að sitja með olnboga á hnjánum, við kalda drykki

Matur:

Sækir í sætindi.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.