China officinalis er unnin úr berki kínatrésins.

China officinalis  – Manngerð

 

Eru ofurviðkvæm og pirruð vegna minnstu snertingu og öllu utanaðkomandi áreiti.

Þunglynd og sveiflótt í skapi, taugaveikluð og trekkt.

Eru mjög listræn. Dreyma dagdrauma og liggja andvaka á nóttunni, hugsa og skipuleggja.

Gera oft mistök í töluðu máli og skrift.

Geta verið mjög hrædd við dýr og þá sérstaklega hunda.

Hræðast hnífa og forðast félagsskap.

Oft unglingar á viðkvæmu stigi.

Augu sokkin, andlit fölt og veiklulegt.

Einkenni:

Almennt er China officinalis kulvís og einkenni koma oftast vinstra megin.

Tap á líkamsvökva í einhverri mynd er oftast undirrót China ástands og leiðir til þreytu, orkuleysis og örmögnunar.

Meltingavandamál. Nábítur frá efri maga og eiga erfitt með andardrátt.

Allt sem er borðað myndar gas, og skánar ekki við að losa vind.

Niðurgangur er verkjalaus með ómeltum mat.  Vatnskenndar hægðir. Krónískur niðurgangur.

Magi útþaninn. Kviðslit.

Hefur áhrif á lifur og á til að fá gallsteina. Húðin og hvítan í augunum verða gulleit, þvagið dökkt og hægðir fölar.

Nætursviti eða hiti, verður gegndrepa og mjög þyrst.

Blóðeitrun og blóðleysi.

Eftir flensu eða önnur veikindi og er lengi að ná sér.

Einkenni eru betri við léttan þrýsting, að losa um fatnað, að beygja sig saman, að leggjast niður og að fasta.

 

 

Einkenni eru verri við vökvatap, við snertingu, við hávaða, við kulda og dragsúg, við vind, á nóttunni, við andlega áreynslu, við hæga hreyfingu, við að labba, við að borða, að borða ávexti og að drekka mjólk.

Matur:

 

Sækir í sætindi, sætabrauð og kryddaðan mat.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.