Mercurius er unnið úr kvikasilfri.

Mercurius – Börn

Eru mjög eirðarlaus og móttækileg. Þau eru oft í ójafnvægi og bregðast illa við öllu áreiti. Hafa litla orku og eru oft sein til að læra. Eru veikburða og mjög viðkvæm fyrir veðrabreytingum og fá oft ofnæmi, háls- og eyrnasýkingar út frá þeim. Þau slefa mikið, oft er koddinn þeirra rennblautur eftir nóttina. Oft er vond lykt úr munni þeirra og þau segjast hafa málmbragð í munninum.

Mercurius – Fullorðnir

Eru feimin og tortryggin, lokuð og veikburða. Oft óánægð, óhamingjusöm og eirðarlaus. Eiga oft erfitt með að aðlagast og eru mjög óskipulögð. Geta verið uppreisnargjörn og haft sterka hvöt til að meiða aðra og brjóta oft hluti. Eiga það til að hafa þörf fyrir að toga í nefið á öðrum. Geta farið að hugleiða sjálfsmorð og þá með því að svelta sig í hel eða stinga sig með hnífi. Geta haft ógeð á sjálfum sér, finnst þau vera óhrein og finnst þau vera vondar manneskjur. Þau pirrast auðveldlega yfir öllu og sveiflast mikið í skapi.  Þola ekki mótlæti eða að sett sé ofan í við þau. Eru gleymin, eiga erfitt með að svara, svarar hægt og stundum alls ekki. Eiga það til að stama vegna þess að þau flýta sér að tala. Þrá að ferðast og vilja hafa fjölbreytileika, skipta oft um vinnu. Geta farið að ímynda sér að allir vilji meiða þau og að allir séu á eftir þeim. Fá martraðir og finnst eins og einhver standi fyrir aftan þau og ætli að ráðast á þau. Þau hræðast sjúkdóma, dauðann, myrkrið, að verða geðsjúk, drauga og það að verða fátæk.

Einkenni:

Almennt er Mercurius heitfeng og mjög þyrst, losar mikinn vökva og pissar mun meira en innbyrgir af vökva.
Vaknar oft kl. 5 á morgnana.
Þolir mjög illa hitastigsbreytingar, er heitt og kalt til skiptis. Einkenni án sársauka, þó þau ættu að valda miklum verkjum.
Exem sem blæðir úr ef klórað.
Allur útskilnaður lyktar illa og er brennandi, gulur og oft blóðlitaður.
Svitnar mikið, sérstaklega í svefni. Líður ekki betur eftir að svitna.
Kvef, flensur, sínusvandamál og öndunarfærasjúkdómar.
Krónískar eyrnabólgur með stingandi verkjum.
Mikil munnvatnsmyndun, slefar mikið. Málmbragð í munni. Krónísk vandamál í munni og tönnum.
Blæðandi gómur. Sár og kýli í munni, sýking eftir tannviðgerðir.
Krónísk hálsbólga, bólgnir kirtlar og eitlar, sem leiða upp í eyru. Hiti, hálsbólga og eyrnaverkur eftir sund. Bronkítis með gulum og grænum útskilnaði.
Kýli, bólur og sár, sem grefur í. Sár gróa hægt og illa.
Niðurgangur, lyktar mjög illa. Harðlífi með tilfinningu um að geta ekki klárað að losa.
Ristilsvandamál, Crohn´s disease.
Útferð brennandi með kláða. Blöðrur á eggjastokkum.
Beinverkir í fótum og beinsýkingar. Útlimir kaldir.
Blóðsótt – þarmabólga.
Blöðrubólga, ef brennandi verkir með blóði í útskilnaði.
Sár í munni kornabarna sem eru á brjósti.

Einkenni eru verri á nóttunni, við að svitna, við dragsúg, í köldu og votu veðri, við að liggja á hægri hlið, við áreynslu, við veðrabreytingar, um kl. 15:00-16:00, við að hafa hægðir og að pissa. Einnig verri við lykt, ljós og hljóð.

Einkenni eru betri við að liggja, í hvíld, á morgnana, kl. 11:00, við jafnt hitastig, við að klóra sér og við að drekka kalda drykki.

Matur:

Sækir í brauð með smjöri, kjöt, fitu, bjór og súra drykki

Sækir í en verður illt af mjólk og sætindum

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.