Lachesis er unnin úr eitri slöngunnar Pit Viper frá suður-ameríku.

Lachesis – Börn

Börn eru mjög klár og geta fundið á sér hvað foreldrarnir eru að hugsa. Þau eiga það til að vera mjög dómhörð, hvumpin, ör og geta talað stanslaust. Eiga oft við tilfinninga- og hegðunarvanda að stríða, sem oft eru tengd afbrýðissemi, t.d. í kjölfar fæðingu yngra systkinis. Þau eiga það til að vera mjög eigingjörn á vini sína. Geta reynt mjög á foreldra sína og kennara þar sem þau ögra þeim með ýmis konar “óeðlilegri” hegðun, þau eiga það til stela og geta átt það til að pína gæludýrin sín.

Lachesis – Fullorðnir

Eru oft einmana einstaklingar, lokaðir og viðkvæmir, kleifhugar og mjög hugmyndaríkir. Eru glöggir, skapandi og metnaðargjarnir, en hafa oft slæmt minni og gera mistök í töluðu og skrifuðu máli. Geta verið ofbeldishneygðir og eru orðljótir þegar þeir eru reiðir. Þeir tala mjög mikið og hratt, vaða úr einu í annað og oft er erfitt að fylgja því sem þeir segja frá. Augu þeirra hreyfast mikið til á meðan þeir tala og þeir fá gjarnan störu. Eru indælasta fólk en ef verða afbrýðissöm geta þau orðið ofbeldisfull og árásargjörn. Þau treysta engum, eru pirruð og finnst aðrir ekki skilja sig. Hafa gaman af því að rífast og predika yfir öðrum. Eiga erfitt með að vera í rúllukragabolum eða flík sem er með þröngt hálsmál vegna þess hve þeir eru viðkvæmir um hálsinn, eiga erfitt með að kyngja. Klæðast oft fjólubláu eða fatnaði og skarti með dýramynstri.

Einkenni:

Ójafnvægi í blóðflæði, líkamspartar verða dökkir, fjólubláir.
Háls verður dökkrauður og jafnvel fjólublár.
Hafa á tilfinningunni að það sé klumpur í hálsi eða annars staðar í líkamanum.
Þola illa að verða of heitt og svitna auðveldlega. Mjög þyrst.
Sláttarhöfuðverkur, höfuð þungt og viðkomandi lýsir að höfuð sé að springa.
Hárlos á meðgöngu.

Exem, húð flagnar og springur.
Hraður hjartsláttur og viðkomandi er andstuttur.
Miklar blæðingar, fyrirtíðarspenna, blóð mjög dökkt og kekkjótt. Breytingarskeið.
Gyllinæð, ef blóð er mjög dökkt.
Lömun eftir uppskurð eða slag.
Hræðast snáka og snákar eru í draumum þeirra. Hræðast að fara að sofa og að það sé eitrað fyrir þeim. Hræðast það að kafna.
Reiði – Hræðsla – Afbrýðissemi.
Alkohólismi. Þunglyndi. Geðsjúkdómar.
Viðkvæmir fyrir snertingu, hitastigsbreytingum og öllu áreiti. Gráta auðveldlega og verða pirraðir.

Einkenni eru verri við að kyngja bitum, við kulda og eftir að hafa verið með blóðnasir

Einkenni eru betri við að kyngja engu og heitum vökva, við vind, við að fara úr kulda í hita, við dragsúg, við snertingu, við heitt bað, eftir svefn, á morgnana og við að vera í þröngum fötum

Matur:

Sækir í pasta, spagetti, ostrur, mjölkenndan mat, áfengi, súran mat, ólífur, sterkan mat, hrísgrjón, brauð, kaffi, hveiti, ávexti

Vill síður brauð, heitan mat, eldaðan mat, móðurmjólk og vín

Líkar við en verður verri við heitan mat og drykk, hveiti, kaldan mat, kjöt, mjólk, salat, súrt og sætt

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.