Grapefruit Seeds Extract (GSE)

Grapefruit seeds extract er unnið úr steinum grapealdins og hefur það fengið viðurnefnið, náttúrulegt sýklalyf.

Grapefruit seeds extract inniheldur mikið af  C- og E-vítamínum og bíóflavónódum, sem eru andoxunarefni og vernda frumur líkamans. Áhættulaust er að taka það til lengri tíma, en sennilegast er þó alltaf best að hvíla inn á milli og taka frekar inn þegar einkenni byrja að sýna sig. Óhætt er fyrir bæði börn og fullorðna að taka GSE og jafnvel hefur dýrum verið gefið það með góðum árangri.

Grapefruit seeds extract hefur mjög viðamikla virkni, það hefur t.d. náttúruleg úthreinsunaráhrif fyrir líkamann og eflir og verndar ónæmiskerfið gegn innvortis og útvortis sýkingum. Einnig hjálpar það að koma á ákjósanlegu sýrustigi í líkamanum og er því einstaklega gagnlegt við Candídasveppasýkingu.

Hægt er að nota Grapefruit seeds extract (GSE) á mjög margan hátt, bæði innvortis og útvortis. Innvortis hefur það reynst vel m.a. við meltingarfærakvillum, niðurgangi og matareitrunum. Það ræðst gegn bakteríusýkingum, sveppasýkingum og jafnvel er talað um að það ráði við sumar veirusýkingar sem pensilín gerir ekki. Candídasveppasýkingu, þrusku, sýkingu í gómi og síþreytu. Einnig við kvefi og flensum, hálsbólgum, eyrnabólgum og ennis- og kinnholubólgum.

Útvortis hefur Grapefruit seeds extract reynst vel við bólum, fótasveppum, sýkingum í húð, húðsveppum, sárum, vörtum, brenninettluútbrotum, flösu, frunsum, hárlús, hlaupabóluútbrotum og sprungnum vörum.

GSE droparnir hafa einnig verið notaðir til að þrífa tannbursta, skurðarbretti, eldhúsáhöld, til að skola grænmeti og ávexti og til að sótthreinsa vatn á ferðalögum. Ásamt því að hægt er að nota þá í bland við vatn sem spay á plöntur til að koma í veg fyrir pöddur og lýs.

Ráðlegt er að taka acidophilus með þegar GSE er tekið, þar sem að þarmaflóran gæti raskast við inntöku, sérstaklega ef að verið er að taka stærri skammta vegna sýkingarástands.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.