Ólífulaufþykknið hefur fengið viðurnefnið “pensilín nútímans”.

Það er talið mjög virkt gegn sveppum, vírusum, sýklum og einnig gegn ýmsum snýklum.

Úr laufum ólífutrésins eru efni sem kallast oleuropein einangruð og úr því unnið kalsíum elenólat sem sett er í töflur eða hylki. Ólífulaufþykkni dregur úr skaðsemi allra sjúkdómsvaldandi örvera, eins og veira, baktería og sveppa. Það dregur úr bólgum í vefjagigt og vinnur á kvefi og flensum. Það vinnur einnig á herpessýkingum.  Einnig má taka ólífulaufsþykkni til að fyrirbyggja kvef og flensur, þykknið er líka virkt gegn streptokokkus.  Virkni ólífulaufsþykknis er mjög góð gegn síþreytu og skertri starfsemi ónæmiskerfisins.  Inntaka á ólífulaufsþykkni eykur blóðflæðið, því það útvíkkar kransæðar og það lækkar blóðþrýsting.  Ólífulaufsþykkni er því góð hjálp til að halda heilsunni í lagi, bæði til að fyrirbyggja smitsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma.

Virkni ólífulaufsþykknis:

Ólífulaufþykknið getur dregið úr skaðsemi sjúkdómsvaldandi örvera, eins og veira, baktería, sveppa og snýkla.
Ólífulaufþykknið getur dregið úr bólgum í vefjagigt.
Ólífulaufþykknið getur unnið á kvefi og flensu.
Ólífulaufþykknið getur unnið á herpessýkingum.
Ólífulaufþykknið getur unnið á orsakavöldum síþreytu og getur því hjálpað verulega við að draga úr einkennum hennar.


Talið er að ólífulaufsþykkni geti truflað ákveðna amínósýruframleiðslu sem nauðsynleg er fyrir bakteríur og veirur að ná sér á strik.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.