Á uppvaxtarárum barnanna geta komið upp ýmsir kvillar, veikindi og slys. Sem foreldrar viljum við vera viðbúin og geta hjálpað þeim, huggað þau og létt á þjáningum þeirra, á sem bestan hátt, hratt og örugglega.

Sumir kvillar koma nánast eingöngu upp á fyrstu mánuðunum, þar má nefna ungbarnamagakrampa. Aðrir koma upp á vissum tímabilum, eins og kvillar vegna tanntöku og svo eru enn aðrir sem eru algengir á öllum aldursskeiðum, eins og hiti, kvef, hálsbólga og hósti svo eitthvað sé nefnt.

Flestir foreldrar kannast við það að börnin geta verið einstaklega lagin við að byrja veikindi sín að kvöldlagi, á nóttunni eða um helgar, þegar erfitt getur verið að nálgast sérfræðiaðstoð. Þegar barnið byrjar að sýna einkenni veikinda, getur verið ómetanlegt að hafa við höndina sjálfshjálparbók eins og Barnið og uppvaxtarárin. Það að geta flett upp á einkennum sem upp koma hjá barninu og að geta hjálpað því með remedíum, hvort sem um er að ræða við hita, verkjum í eyra eða hósta sem getur haldið vöku fyrir allri fjölskyldunni, er mildur og áhrifaríkur valkostur.

Misjafnt er hve börnin eru viðkvæm og móttækileg og hvernig þau bregðast almennt við þeim kvillum sem upp koma. Margir foreldrar þekkja andvökunætur og það að þurfa að ganga um gólf með ungann sinn vegna veikinda barnsins. Slíkar nætur taka svo sannarlega á, bæði foreldrana, systkini og ekki síst á barnið sjálft.

Börn eru einnig í eðli sínu forvitin og hættir til að slasa sig þar sem þau hafa ekki þroska til að vara sig á hættunum. Þau príla, detta, klemma sig og skráma í skoðunarferðum sínum um heiminn. Remedían Arnica montana ætti til dæmis að vera til á öllum heimilum, hún er ómissandi við öllum áföllum, stórum sem smáum. Hvort heldur að barnið fái kúlu á ennið, það klemmi fingur, misstígi sig eða við öðrum meiðslum sem geta komið upp á leikvellinum, á íþróttavellinum, heima við, sem og annars staðar.

Mikilvægt er að taka vel eftir þeim einkennum sem barnið sýnir, til að auðvelda val á þeirri remedíu sem hentar best hverju sinni. Til að mynda þarf að taka vel eftir þegar um magakrampa er að ræða, hvort barnið ýtir fótum upp að maga eða hvort það reigir sig aftur á bak. Einnig hvort því líður betur ef þú heldur á því og hvort það vill hæga eða hraða hreyfingu þegar því er ruggað. Þetta eru meðal þeirra einkenna sem skilja á milli og auðvelda val á hæfustu remedíunni.

Hómópatía er náttúrulegt meðferðarúrræði og er jákvæður, þægilegur og góður kostur fyrir börnin. Remedíurnar sem notaðar eru og börnin kalla oft kúlu eru auðveldar í inntöku. Oft er það svo að börn sem alast upp með hómópatíu biðja oft fyrst um kúlu áður en þau biðja um að fá plástur á bágtið.

Sjálfshjálparbókin Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu er frábært tól til að geta á auðveldan hátt nýtt upplýsingar og fróðleik til hjálpar á margskonar kvillum, heima við. Þessi bók er frábær búbót fyrir allt fjölskyldufólk sem vill fræðast um og nýta sér þessa aldagömlu, áhrifaríku og mildu náttúrumeðferð.

Bókin er önnur sjálfshjálparbókin í ritröð htveir ehf á íslensku fyrir almenning, um hómópatíu. Í bókinni tökum við á rúmlega þrjátíu atriðum sem upp geta komið á uppvaxtarárum barns, til dæmis er tekið á magakrömpum, eyrnabólgum, kvefi, hósta, hita, hálsbólgu, kossageit, meltingarkvillum, undirmigu, tanntöku, vörtum, lús og njálgi. Einnig er ítarlegur kafli um Bráðahjálp, sem kemur sér vel á ferðalögum og ef um minniháttar slys er að ræða.

Í seinni hluta bókarinnar Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu eru settar upp aðgengilegar samanburðartöflur sem auðvelda val á milli remedía eftir þeim einkennum sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig. Hún er í beinu framhaldi af bókinni Meðganga og fæðing með hómópatíu og eru þær fáanlegar í vefverslun h2.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.