Hiti er ekki sjúkdómur heldur afleiðing. Vægur hiti er leið líkamans til að kljást við sýkingar. Þetta er eðlilegt ferli og styrkir ónæmiskerfi viðkomandi. Ef skyndilega kemur upp mjög hár hiti ætti alltaf að taka það alvarlega og leita tafarlaust aðstoðar.

Börn geta haft tilhneygingu til að hafa örlítið hærri hita á kvöldin og er það mjög eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af.

Best er að liggja fyrir, hvílast, drekka mikið vatn og nýkreista ávaxtasafa til að næra hreinsunarkerfi líkamans.

Hita er hægt að skipta í þrjár tegundir:

Viðvarandi hiti.
Breytilegur hiti, enginn hiti á morgnana og hár hiti á kvöldin.
Hiti kemur í köstum, t.d. 1-2ja daga hiti, síðan enginn hiti í nokkra daga og síðan aftur hiti í 1-2 daga.

Hiti getur einnig verið misjafn eftir tegundum hitamæla:

Munnmæling 37
Endaþarmsmæling 37,5
Handakrikamæling 36,5

Þegar hiti er annars vegar eru nokkur atriði sem hafa ber í huga:

Varast ætti miklar veðra- eða hitabreytingar.
Ekki ofklæðast, né hafa of mikið af ábreiðum, oft dugar lak.
Drekka ætti nægan vökva, vatn eða nýkreista ávaxtasafa.

Hér eru nokkrar af þeim remedíum sem hafa reynst vel við hita:

Aconite: einkenni birtast skyndilega, oft eftir að viðkomandi hefur orðið kalt. Hár hiti er til staðar, andlit rautt eða rautt og fölt til skiptis og augu rauð. Viðkomandi getur verið eirðarlaus, áhyggjufullur og/eða hræddur. Oft fylgir þurr, hávær hósti. Húð er þurr og heit og viðkomandi er þyrstur og hefur hraðan púls.

Arsenicum: hiti er til staðar með miklum þorsta, en viðkomandi vill einungis drekka smásopa af vatni í einu.  Hiti er mestur frá miðnætti til 3 að nóttu.  Viðkomandi er eirðarlaus og kvíðinn.  Honum er kalt og líður betur við hita.

Belladonna: einkennin birtast skyndilega, hiti er mikill og varir og andlit rautt. Viðkomandi er mjög heitt og oft má finna hitann án þess að koma við hann. Oft er höfuð hans heitt, en fætur kaldir. Sjáöldur eru útþanin og augun glansa. Viðkomandi er vansæll og pirraður. Oft finnur hann ekki fyrir þorsta, en ef hann langar í eitthvað að drekka gæti það verið appelsínu- eða sítrónudrykkur. Höfuðverkur fylgir oft og þurr hiti, viðkomandi svitnar ekki og hefur sterkan púls.  Hitinn er oftast mestur á nóttunni og viðkomandi er órólegur og oft með óráði.

Ferrum phosphoricum: algengt er að við byrjun hita séu kinnarnar bleikar en andlit fölt. Fá eða engin önnur einkenni eru til staðar. Hitinn kemur ekki jafn snögglega og er ekki jafn ákafur eins og hjá Belladonnu eða Aconite.

Pulsatilla: hiti og kuldahrollur fylgir.  Viðkomandi líður verr í heitu herbergi, hann vill ferskt loft, en verður að vera undir ábreiðu.  Viðkomandi er ekki þyrstur og getur verið nokkuð vælinn.

Í tilfellum þar sem einkennin byrja hægt gætu eftirfarandi hómópatískar remedíur hjálpað:

Bryonia: þurrkur er mikill og öll slímhúð virðist þurr. Viðkomandi líður verr við allt áreiti, við alla hreyfingu og vill vera alveg kyrr. Mikill þorsti er til staðar.

Eupatorium perfoliatum: miklir og djúpir beinverkir fylgja og sársauki í mjóbaki. Viðkomandi er þyrstur.

Gelsemium: almennt slen og sljóleiki fylgja og útlimir eru þungir. Viðkomandi getur varla haldið augunum opnum og svimi fylgir. Kuldahrollur fer upp og niður bakið og hann vill liggja kyrr og fá að vera í friði. Enginn þorsti er til staðar.

Sjá einnig greinina Kvef, flensur og almennur slappleiki hér á síðunni.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.