Þegar haldið er í ferðalag getur verið ómetanlegt að hafa hómópatískar remedíur við höndina. Margt getur komið upp á sem auðvelt getur verið að laga sé gripið inn í ferlið nægilega fljótt. Hér á eftir fylgja nokkur kvillar og remedíur sem gætu gagnast við þeim. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi, en gefur hugmynd um hvernig hómópatía gæti hjálpað þér og þínum á ferðalögum.

Flugþreyta
Margir kannast við að fætur þrútna í flugferðum, líkamleg þreyta gerir vart við sig, vöðvaverkir og jafnvel eymsli í útlimum. Við slíkar aðstæður er Arnica montana ómetanleg. Ef aðaleinkennið er hinsvegar mikil þyngsli í útlimum fremur en eymsli getur Gelsemium verið gagnleg. Ef mikil þreyta er eftir langt flug þar sem ekki var hægt að hvíla sig né sofa er Cocculus dásamlegt val.

Meltingarvandamál
Margir hafa lent í því að fá matareitrun á ferðalögum eftir að hafa drukkið kranavatn eða jafnvel eftir að hafa borðað ís eða safaríka ávexti. Ef um er að ræða uppgang og niðurgang til skiptis ásamt brennandi sársauka í maga er Arsenicum sú remedía sem líklegust er til að hjálpa. Ef vandamálið er hinsvegar óróleiki í maga, eftir þungmelta fæðu, kaffi eða meira áfengi en vant er, með þá tilfinningu að allt yrði betra ef aðeins væri hægt að kasta upp er líklegra að Nux vomica myndi gera gagn.
Það er ekki óalgengt að hægðatregða geri vart við sig á ferðalögum, ef um slíkt er að ræða ásamt vindgangi er Lycopodium fyrsta remedían sem ætti að prufa. Ef ástæðan fyrir hægðategðunni er hinsvegar sú að ómögulegt sé að fara á klósettið annars staðar en heima hjá sér er líklegra að Natrum muriaticum gagnist.

Til að halda ph-gildi líkamans í jafnvægi og minnka líkur á meltingartruflunum eða á matareitrun getur verið gott að drekka eitt vatnsglas með 2 tsk. af eplaediki. Eitt glas á dag á meðan að á ferðalaginu stendur getur gert gæfumun.

Erfiðleikar með svefn
Á ferðalögum er margt að skoða, stundum getur hugurinn verið á yfirsnúningi við að skipuleggja næsta dag og erfitt að finna ró til að sofna. Við slíkar aðstæður getur Coffea cruda verið bjargvættur. Ef ástæðan er hinsvegar eymsli í líkamanum, rúmið of hart og ekki hægt að finna þægilega stöðu til að sofna er Arnica montana líklegri til að gagnast.

Slappleiki
Það er ekkert meira ergilegt en að verða slappur á ferðalögum, með þá tilfinningu að nú sé maður að verða veikur! Ef um miklar hita- eða kuldabreytingar í veðráttu er að ræða er gott að hafa Aconite við höndina og taka um leið og einkenni byrja. Ef hinsvegar er um að ræða einkenni sem líkjast flensu, með beinverkjum, höfuðverk, kuldahrolli og jafnvel hita hefur Oscillococcinum reynst vel.

Flugnabit og stungur
Margir hafa persónulega reynslu af því að verða fyrir biti á ferðalögum, frekar leiðinleg reynsla, sem gott væri að vera laus við. Ef svæðið kringum stunguna er rautt, bólgið og heitt, jafnvel með ofsakláða er Apis mellifica sú remedía sem myndi gagnast best. Ef svæðið er hinsvegar kalt viðkomu myndi Ledum líklega reynast betur. Ef verkur er í eða við stungu sem skýst líkt og taugaverkur er Hypericum sú remedía sem gæti gagnast.

Oft hefur reynst vel að vera með B-vítamín í vasanum til að fæla flugur frá. Það getur líka verið gott að nudda ferskri piparrót á flugnabit, það dregur úr bólgu og sviða. Tea tree olía slær einnig á kláða og sótthreinsar stungusvæði.

Hversu oft má taka inn remedíur?
Það ætti einungis að taka inn remedíu ef einkenni eru til staðar. Um leið og dregur úr einkennum ætti að hætta inntöku. Sem viðmiðun má taka eina kúlu á 2ja tíma fresti allt að 6 skipti ef um væg einkenni er að ræða, en ef um alvarlegri einkenni er að ræða má taka 1 kúlu á 10-15 mínútna fresti.

Eins og sjá má er margt sem hómópatía getur gert fyrir þig, góða ferð!

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Anna Birna Ragnarsdóttir tók saman.
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.