Remedíur, stundum nefndar smáskammtar eru oftast seldar sem litlar kúlur eða laktósatöflur. Þær eru unnar, meðal annars úr jurtakjörnum. Einnig eru til remedíur unnar úr steina- og dýraríkinu. Um er að ræða örefni sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Remedíur eru blandaðar eftir ævagömlum aðferðum, kjarninn eða örefnið er mikið útþynnt og blandað eftir ákveðnum reglum til að auka virkni þeirra.

Remedíum er oft líkt sem lyklum. Sé röngum lykli beitt lýkst skráin ekki upp. Það gerist ekkert og sé remedían ekki tekin þeim mun oftar veldur hún engum skaða. Remedíurnar virka á líkama okkar á marga vegu, hvetja hann til sjálfsheilunar og stuðla þannig að hreysti og heilbrigði með auknu jafnvægi á líkama og sál.

Þúsundir remedía eru til, en því miður er ekki hægt að kaupa þær allar hér á landi. Hér eru nefndar nokkrar þeirra sem gott er að eiga alltaf á vísum stað. Upptalningin hér að neðan er langt frá því að vera tæmandi, en hér eru nefndar þær remedíur sem koma oft upp í bráðatilfellum og því gott að eiga sem flestar til að grípa í.

Remedíuþörf og -notkun er mjög einstaklingsbundin og mjög misjafnt er hvaða remedía hentar best hverjum einstaklingi, því er einkar mikilvægt að eiga til uppflettiefni um notkunarmöguleika og gagnsemi remedíanna.

Aconite: Góð við bráðatilfellum, þar sem um er að ræða áfall eða skyndilegan atburð. Þetta gæti verið t.d. vegna slyss eða við það að fá slæmar fréttir.
Arnica montana: Er ávallt fyrsta remedía við öllum áföllum og áverkum, af hvaða tagi sem er, hún dregur úr verkjum mari og bólgum.
Arsenicum album: Góð við bráðum meltingartruflunum, matareitrun, morgunógleði, brjóstsviða, kvefi og flensum.
Apis mellifica: Góð við bráðum ofnæmisviðbrögðum, við skordýrabiti, blöðrum og bólgum sem eru heitar og rauðar.
Belladonna: Er hitalækkandi, andlit er rautt, hár hiti og jafnvel óráð til staðar. Góð við höfuðverkjum og sólsting.
Bryonia: Góð við inflúensu og hósta. Mikill þorsti og þurrkur er til staðar. Allt áreiti er til hins verra.
Calcarea carbonica: Góð við eitla- og kirtlasýkingum, meltingarkvillum og húðkvillum, t.d. exemi.
Calendula: Er mjög græðandi. Góð eftir öll meiðsl, skurði, skrámur og eftir uppskurð.
Cantharis: Góð við skordýrabiti og bruna. Sérlega gagnleg við blöðrubólgu.
Chamomilla: Góð við eyrnasýkingum, hálsbólgu, magakrömpum og tanntöku barna. Sársauki er mikill og erfitt er að gera viðkomandi til hæfis.
Cocculus: Góð við ferðaveiki, bíl-, flug- og sjóveiki. Einnig góð eftir langar vökunætur.
Drosera: Góð við hósta og öndunarfærakvillum.
Euphrasia: Góð við augnmeiðslum, augnertingu eða ofnæmi, með miklum hnerra.
Ferrum phosphoricum: Er hitalækkandi og blóðaukandi. Góð eftir veikindi, eykur blóðflæði.
Gelsemium: Góð við kvefi og flensu, einnig við kvíða eða tilhlökkun eftir óvæntar fréttir.
Hepar sulphuris: Góð við kirtlasýkingum, hálsbólgu, eyrnabólgu og bólgum í húð þar sem kýli myndast.
Hypericum: Góð við öllum taugameiðslum, sérstaklega á fingrum og tám, við bak- og hálsmeiðsli.
Ignatia: Góð vegna sorgar, eftir slæmar fréttir eða ástvinamissi.
Kali bichromicum: Góð við ennis- og kinnholubolgum, útskilnaður er þykkur og seigur.
Ledum: Góð vegna stungusára, t.d. eftir að stíga á nagla. Við glóðarauga og annarra augnmeiðsla.
Mercurius: Góð við eitla- og kirtlabólgum og öndunarfærakvillum.
Natrum muriaticum: Góð við bjúgmyndun, hægðatregðu og höfuðverkjum. Hefur einnig reynst vel við frunsum.
Natrum sulphuricum: Góð eftir höfuðáverka, heilahristings og vegna astma sem versnar við raka.
Nux vomica: Góð fyrir timburmenn, hvort heldur er vegna of mikils matar eða drykkja. Ógleði og uppköst.
Pulsatilla: Góð við eyrna- og hálsbólgum. Kvefi, með gulgrænum útskilnaði. Tanntöku hjá börnum. Einnig við morgunógleði, blöðrubólgu, niðurgangi og depurð.
Rhus toxicodendron: Góð við inflúensu með verkjum í líkama og eirðarleysi. Meiðsli á liði, bein, sinar og liðbönd. Hefur einnig reynst vel við frunsum.
Ruta graveolens: Góð við áverka á liði, bein, beinhimnu, brjósk og liðbönd. Góð við tennisolnboga.
Sepia: Góð við hormóna- og blæðingaóreglu, morgunógleði, grindarlosi, depurð og fæðingarþunglyndi.
Silica: Hefur reynst vel við graftarmyndun og sýkingum, við kvefi og hálsbólgu. Einnig við bólóttri húð og losar líkamann við aðskotahluti, t.d. flís í húð.
Sulphur: Góð við húðvandamálum, meltingarójafnvægi og hefur reynst mjög vel eftir veikindi, þar sem viðkomandi er lengi slappur.

Ráðlögð notkun:

Við notkun á remedíum skal alltaf hafa í huga að hvert tilfelli er einstakt og því þarf skammturinn hverju sinni að vera í samræmi við tiltekin einkenni til að geta létt á þeim. Það er mikilvægt að einbeita sér að þeim einkennum sem eru mest áberandi og miklu máli skiptir að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin til hins betra eða verra. Ávallt skal hætta inntöku þegar einkenni fara að minnka.

Gott er að hafa í huga, til að tryggja sem besta virkni, að hvorki ætti að borða né drekka samtímis eða nærri inntöku remedía.

Til viðmiðunar má hafa eftirfarandi skammta í huga:

Í bráðatilfellum skal taka 1 kúlu á 15 mínútna fresti ef einkenni eru mjög sterk, annars á 2ja klukkustunda fresti og allt að 6 skammta ef einkennin eru minni. Alltaf skal hætta inntöku strax er dregur úr einkennum.

Ávallt skal hafa í huga að ástand og einkenni geta breyst umtalsvert og oft hratt í bráðatilfellum. Við val á bestu remedíunni er því mjög mikilvægt að einbeita sér fyrst og fremst að því sem hrjáir viðkomandi og þeim einkennum sem hann sýnir þá stundina. Ekki er síður mikilvægt að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin, bæði til hins betra og hins verra.

Ef einkenni eru stöðug eða ekki eins bráð, ætti að taka 1 kúlu 3 sinnum á dag, en hætta inntöku um leið og dregur úr einkennum.

Forsíður beggja bóka: Meðganga og fæðing + Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíuEigir þú til bækurnar Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu og Meðganga og fæðing með hómópatíu, ásamt hluta af ofantöldum remedíum, ertu vel í stakk búinn til að takast á við ójafnvægi og flesta af þeim kvillum sem upp kunna að koma í amstri dagsins.

Remedíur er hægt að nálgast í helstu heilsuvöruverslunum á Íslandi og einnig eru viðeigandi remedíur innifaldar í heildarmeðferð hjá hómópata.

Tímapantanir á heildarmeðferð eru á veffangi gudnyosk@heildraenheilsa.is.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

 

One Response to Heimilisremedíuboxið – hvaða remedíur er gott að eiga til?

  1. Guðrún Tinna says:

    Góð og mjög gagnleg samantekt. Gott að prenta út og eiga í sjúkrakassanum.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.