Bjúgur er óeðlileg bólga sem myndast í líkamanum vegna vökvasöfnunar í vefjum líkamans. Þessi vökvasöfnun getur verið annað hvort staðbundin í hluta líkamans eða öllum líkamanum. Bjúgur er ekki  eiginlegur sjúkdómur heldur frekar einkenni  kvilla og ójafnvægis.

Bjúgur eða bólgnir ökklar eða bólgur í kringum augun og aðrar bólgur í líkamanum, geta oft verið afleiðing streitu og álags.

Langar stöður, ofþjálfun, heitt veður, breytingar á saltinntöku, fyrirtíðarspenna eða ójafnvægi í hringrás líkamans, allt þetta getur haft mikil áhrif á vökvasöfnun líkamans. Bjúgur getur einnig gert vart við sig ef um sjúkdóma er að ræða eins og t.d. hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, lifrarsjúkdóma og einnig á meðgöngu.

Hér að neðan eru nefndar nokkrar af þeim fjölmörgu remedíum sem að geta komið að góðu gagni vegna vökvasöfnunar líkamans. Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata við val á hæfustu remedíunni við hvert tilfelli.

Apis mellifica: Hjálpar oft ef um er að ræða bólgur undir augunum og á útlimum. Bólgna svæðið er strekkt og dofið eða aumt með stingandi tilfinningu. Kaldur bakstur hjálpar, en hiti og snerting ágerir ástandið. Oft er einstaklingur ekki þyrstur, er pirraður og vill vera látinn í friði.

Bovista: Hjálpar oft ef bjúgur er á mörgum stöðum líkamans. Einstaklingur er oft klaufalegur og missir hluti, vegna þess að hendur eru dofnar. Oft hjálpleg konum sem safna á sig vökva á blæðingartímabilinu, sérstaklega ef niðurgangur fylgir.

Calcarea carbonica: Hjálpar oft ef bjúgur safnast á neðri útlimi, sérstaklega í kringum hnén. Einkenni versna við að sitja. Oft einstaklingar sem hafa mörg aukakíló, þreytast auðveldlega og eru verri við áreynslu. Hendur og fætur eru oft kaldir og kaldsveittir.

Ferrum metallicum: Hjálpar oft ef bjúgur safnast á útlimi eftir að hafa misst mikinn líkamsvökva, s.s. eftir að svitna mjög mikið, blóðmissi eða niðurgang. Lagast ef gengið er rólega eða önnur róleg hreyfing er framkvæmd. Oft einstaklingar sem eru þreyttir og blóðlitlir, sterklega byggðir og roðna auðveldlega.

Graphites: Hjálpar oft ef bjúgur safnast á neðri útlimi á sterkbyggðu fólki sem er viðkvæmt fyrir húðvandamálum, s.s. með sprungur á bak við eyru eða á fingurgómum. Oft eru mjóbaksverkir einnig til staðar og erfiðleikar með að vakna á morgnana.

Kali carbonicum: Hjálpar oft ef bólgur eru eins og pokar yfir augunum. Viðkvæmni á iljum og bjúgsöfnun á neðri útlimum, stundum einungis á öðrum fæti í einu. Hæg hreyfing hjálpar oft.

Ledum palustre: Hjálpar oft ef ökklar og iljar eru bólgnar og sárar. Einkenni versna við að hitna, en kaldir bakstrar geta hjálpað.

Lycopodium: Hjálpar ef bjúgur safnast hjá einstaklingi sem hefur meltingarvandamál og er uppblásinn. Dofi og þyngsli á útlimum og oft er annar fóturinn heitur og hinn kaldur. Einkenni versna seinnipartinn og á kvöldin. Löngun í sætindi og heita drykki. Oft fólk með lágt sjálfsmat.

Natrum muriaticum: Hjálpar ef bólgur eru í kringum augun, vegna ofnæmis eða ef einstaklingur fær bjúg á útlimi eftir að hafa verið í sól. Tilfinningalega lokað fólk með mikla löngun í salt, er þyrst og er þreytt eftir að vera í sól.

Pulsatilla: Hjálpar ef bólgur eru í hnjám, ökklum, fótum og höndum. Einstaklingar eru lúnir og hafa þyngslatilfinningu, sérstaklega fyrir blæðingar og eftir að hafa borðað of mikið af þungum mat. Einkenni eru verri ef að útlimir hanga niður og við hita, en hæg hreyfing getur hjálpað. Oft fólk sem að skiptir auðveldlega skapi, er tilfinningaríkt og fýlugjarnt. Ekki þyrst og líður betur í fersku lofti.

Mikilvægt er að drekka vel af vatni og einnig er gott að blanda saman eplaediki í vatnsglas og drekka. Ýmis te með vökvalosandi jurtum eins og klóelftingu, brenninetlu, gullhrísi, birkilaufi og túnfífli eru fáanleg og tilvalið er að nota túnfífilsblöð í salat og einnig steinselju.

Regluleg hreyfing er mjög mikilvæg, hreyfingin hvetur sogæðakerfið til starfa og hjálpar líkamanum að losa vökva úr vefjunum.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.