Staphysagria er unnin úr fræjum plöntunnar Stavesacre.

Staphysagria – Börn

Börnin eru mjög opin, en viðkvæm. Börn sem hafa mátt venjast stöðugri niðurlægingu úr umhverfinu.  Börn sem hafa verið refsað mikið, áreitt kynferðislega eða misnotuð.
Oft börn sem alast upp inn á heimilum, þar sem er alkóhólismi, eiturlyf og ofbeldi.
Þau læra að láta lítið á sér bera, eru til baka, þæg og góð. Þau missa sjálfstraustið og verða ósjálfbjarga. Gráta í einrúmi og finnast þau vera slæm og óhrein.
Fara þess vegna að reyna að þóknast öllum. Hræðsla þeirra felst í að vera refsað og því reyna þau að gera alla hluti rétt svo þau verði ekki særð og skömmuð. Þau safna upp gremju sem verður að niðurbældri reiði. Kenna sér um allt og eru full sektarkenndar. Tilfinningalega eru þau í rúst og geta verið mjög duttlungarfull.
Geta verið með ósjálfráða kippi, krampa og skjálfta í vöðvum.

Staphysagria – Fullorðnir

Karlmenn geta verið sérstaklega skapbráðir.
Hafa bældar tilfinningar, eru mjög almennilegir og geta ekki varið sig sjálfa. Viðkvæmir og auðsæranlegir. Rómantískir, en kynferðislega bældir, annaðhvort mikil eða mjög lítil kynorka.
Eiga oft sögu um niðurlægingu, sorg, pirring, reiði og lágt sjálfsmat. Sektarkennd. Gráta auðveldlega en vilja ekki huggun. Elska djúpt, því að þar fá þeir ástina sem þeir fengu aldrei frá foreldrunum.
Þeir missa viljann, geðjast öðrum, missa sjálfstraustið. Hræðast að mistakast og vera ekki elskaðir, getur leitt til þunglyndis og sektarkenndar.
Konan er sú sem lætur fara illa með sig og situr föst í slæmu hjónabandi. Henni er misboðið og hún verður að fórnarlambi fyrir börnin. Hún heldur í hjónabandið full sektarkenndar og verður þunglynd og reið, fyllist vonleysi og hugar jafnvel að sjálfsmorði. Verður einmanna og finnst eins og enginn elski hana.

Einkenni:

Eiga erfitt með að taka  ákvarðanir og vita ekki hvað þau vilja í lífinu. Andvarpa mikið.
Bældar tilfinningar. Slæmt minni. Ástarsorg. Saga um misnotkun eða nauðgun.
Blöðrubólga og sýking í blöðru.
Ristilvandamál (krampi, niðurgangur, harðlífi).
Mjaðmasvæði. Magaverkir. Túrverkir.
Bráða blöðrubólga eftir kynlíf. Höfuðverkur eftir kynlíf.
Æxli í legi. Blöðrur á eggjastokkum.
Getuleysi. Svefnleysi.
Tennur geta byrjað að molna.
Augnmeiðsl. Voggrís.
Enginn þorsti er til staðar.

Einkenni eru verri við að vera í heitu, þröngu herbergi, við öll tilfinningaleg áföll, á nóttunni, á  morgnana, að drekka kalda drykki og við snertingu.

Einkenni eru betri við hita, sól, hvíld og eftir morgunmat.

Matur:

Sækir í sætindi, mjólk, tóbak, alkóhól, súpur og súkkulaði.

Sækir í en verður illt af mjólk, ost, tóbak, allt súrt og bjór.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.