Argentium nitricum er unnið úr silfri (Silver Nitrate).

Argentium nitricum – Börn

Geta verið þrjósk og eru oft hrædd og kvíðin. Þau eiga það til að fara í uppnám yfir því einu að fara í skólann og byrja að velta fyrir sér „ef ég yrði of sein“. Þá hellist yfir þau hræðsla og kvíði. “Hvað ef ?” er spurning sem heyrist oft frá þeim. Þeim líkar illa breytingar og ferðalög, en eftir á og þegar komið er á staðinn, líður þeim svo vel með breytinguna.

Argentium nitricum – Fullorðnir

Eru orkumikil, glaðleg, skemmtileg og opin, er félagslynd og líkar vel að fara út með vinunum. Geta verið mjög hvatvís, hrifgjörn, en áhyggjufull og hugsa oft “Hvað ef ?”. Eru gleymin, eiga erfitt með að einbeita sér og eru alltaf að flýta sér. Vaða oft úr einu í annað og klára ekkert. Hafa mjög frjótt ímyndunarafl og áráttukennda hegðun s.s. að geta ekki stigið á strikin á gangstéttum og finnst að háhýsi muni falla yfir þau. Eru miklar félagsverur og þurfa einhvern hjá sér, til að hlusta á sig. Eru kvíðin, tortryggin, mjög smámunasöm og hræðslugjörn. Hræðast dauðann, sjúkdóma og þá sérstaklega krabbamein. Einnig hræðast þau að eitrað verði fyrir þeim. Eru lofthrædd, flughrædd og hafa mikla innilokunarkennd.

Einkenni

Almennt eru þeir sem þurfa á Argentium nitricum að halda fremur kulvísir og einkenni þeirra eru oftar vinstra megin.
Svimi, sem er verri við að loka augunum.
Höfuðverkur vegna álags á heilann og augun, sem skánar við kaldan bakstur.
Augnslímhúðarbólga hjá ungbörnum.
Krónísk barkakýlisbólga, hæsi (söngvarar, ræðumenn).
Tilfinning um flís í hálsi, sem er verri við að kyngja.
Uppþemba og meltingarvandamál.
Skortir samhæfingu vöðva sem taka þátt í sömu hreyfingunni.
Vörtur. Sáramyndanir.
Blóðsykurskortur.
Svefnleysi. Hraður hjartsláttur. Hefur reynst vel vegna sviðs- og prófskrekks.

Einkenni er verri við hita, í heitu herbergi, á nóttunni, við að liggja á hægri hlið, við tilfinningar og við að borða sykur.

Einkenni eru betri við kulda,við þéttan þrýsting, við hreyfingu og við ferskt loft.

Matur

Sækir í sætindi, sykur, salt, ís, kalda drykki, kaldan mat, sterka osta.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

One Response to Argentium nitricum

  1. htveir says:

    ARGENTUM NITRICUM
    Er ein besta remedían gegn kvíða vegna einhvers sem í vændum er, sérstaklega þegar stöðugar áhyggjur eru af því að eitthvað muni fara úrskeiðis varðandi komandi atburða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.