Fyrirtíðaeinkenni  sem margar konur finna fyrir á tímabilinu frá egglosi fram að fyrstu dögum blæðinga geta verið hvimleið.

Allt að 80% kvenna upplifa líkamleg og andleg einkenni á þessum tíma. Algengastir eru krampar, sem eru mjög mismunandi á milli kvenna og geta verið frekar mildir, upp í að vera mjög slæmir. Margar konur finna fyrir uppþembu og eymslum í brjóstum. Þyngdaraukning og bjúgur eru einnig algeng einkenni fyrirtíðaspennu. Önnur einkenni geta verið höfuðverkur, niðurgangur, ógleði, aukin útferð frá leggöngum, bólur á húð, blöðrubólga, kvef og bakverkir.

Andleg einkenni fyrirtíðaspennu eru einnig mismunandi, margar konur sækja gjarnan í sætindi og óhollustu á þessum tíma, verða oft mjög pirraðar, þær geta fundið fyrir svefntruflunum, depurð, kvíða og jafnvel orðið þunglyndar.

Ekki er óeðlilegt að blæðingum fylgi einhver sársauki og slen. Flestar konur þekkja líkama sinn vel og gera ekki veður vegna þess. En einstaka konur geta verið nánast óvinnufærar vegna sársauka og vanlíðunnar á meðan blæðingar standa yfir. Tíðaverkir verða vegna samdráttar í legvöðvunum, ef samdrátturinn er mjög krampakenndur geta verkirnir orðið óbærilegir.

Gott líkamlegt og andlegt jafnvægi og heilbrigt líferni gerir konum auðveldar að láta sér síða betur á þessum tíma mánaðarins. Hreyfing er mjög mikilvæg og gæta þarf að nægum svefni og hvíld. Jákvæðni og það að forðast alla streitu getur einnig hjálpað. Hitapoki á magann gerir oft mikið gagn og einnig er gott að hita gróft salt, setja í bómullarstykki og leggja við verkjasvæði.

Gott mataræði getur gert gæfumuninn ef einkenni eru mikil. Forðast ætti allan mat sem veldur auknu álagi á lifrina, einkum áfengi, kaffi, súkkulaði, gosdrykki, feitan og steiktan mat, en borða mat sem er uppfullur af kalíum, magnesíum, kalsíum og B6-vítamíni og mikilvægt er að drekka mikið af vatni.

Konur ættu að hafa það sérstaklega í huga að rétt fyrir og í byrjun blæðinga er estrógen í lágmarki í líkamanum og þá er hætta á að líkaminn þoli minna magn áfengis og það hafi því mun meiri áhrif á konuna á þessum tíma tíðahringsins.

Hér eru nefndar nokkrar af helstu hómópatísku remedíunum sem hafa gagnast vel vegna tíðaeinkenna kvenna, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin:

Ambra grisea • Ammonium carbonate • Asterias rubens • Belladonna • Bryonia • Ferrum phosphoricum  • Magnesium phosphoricum  • Natrum muriaticum •  Nux vomica •  Platina • Sepia

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.