Brjóstagjöf er aðferð náttúrunnar til að næra ungbörnin. Innihald móðurmjólkur hefur hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra og sykrunga sem flýta fyrir þroska heila og tauga barnsins. Móðurmjólkin mætir öllum þörfum barnsins fyrir næringu fyrstu mánuðina og ver barnið gegn sýkingum þar sem hún inniheldur mótefni frá móðurinni. Móðurmjólkin ver barnið fyrir ofnæmismyndun á meðan það fær ekki ofnæmisvalda úr annarri fæðu. Einnig inniheldur móðurmjólkin efni sem halda hægðum barnanna mjúkum.

Brjóstagjöfin skapar náin tengsl milli móður og barns, hún uppfyllir þörf barnsins fyrir nálægð og öryggi jafnframt því sem hún gefur móðurinni gott tækifæri til að kynnast barninu sínu og njóta samverunnar. Brjóstagjöfin sjálf flýtir einnig fyrir því að leg móður dragist saman í sitt eðlilega horf.

Brjóstagjöfin er einkar þægileg og mjög hentug, ekki þarf að hafa áhyggjur af hitastigi eða samsetningu mjólkurinnar og hún er alltaf tilbúin, bæði á nóttu sem og degi.

Byrjunarerfiðleikar geta komið upp við brjóstagjöf. Sár og sprungur geta myndast á geirvörtum og einnig getur sveppasýking myndast. Oft smitast sveppasýking á milli móður og barns og þarf þá að meðhöndla þau bæði.

Stálmar, brjóstabólgur og stíflur geta gert brjóstagjöfina sársaukafulla og oft þarf mikla þolinmæði fyrstu dagana og jafnvel fyrstu vikurnar. Er jafnvægi kemst á milli mjólkurframleiðslu og drykkjarþörf barnsins, er brjóstagjöfin án efa þægilegasti, náttúrulegasti og hollasti kosturinn bæði fyrir móður og barn.

Hómópatía hefur reynst mörgum konum vel þegar upp hafa komið vandamál við brjóstagjöf. Hér að neðan eru nefndar nokkrar hómópatískar remedíur sem hafa reynst vel í brjóstagjöf og einnig ef brjóstabólga er til staðar.

Brjóstagjöf:

Calcarea carbonica: Gæti átt við ef brjóstin eru full, þau eru aum og það kemur annað hvort of lítil mjólk eða þá of mikil mjólk. Kona sem þarf Calcarea carbonica er oft viðkvæm, hrædd og á það til að kaldsvitna.

Pulsatilla: Gæti átt við ef lítil og þunn mjólk er í brjóstunum, konan er viðkvæm og grátgjörn. Pulsatilla getur einnig hjálpað konunni að koma jafnvægi á tilfinningar sínar og hormónaójafnvægi.

Sepia: Gæti átt við ef djúpar og sárar sprungur eru á geirvörtum konunnar. Sprungurnar liggja oft þvert yfir vörtuna og mikill sársauki fylgir er barnið drekkur.

Silica: Gæti átt við ef geirvörtur konunnar eru innfallnar, sprungnar, aumar og blæðandi.

Sulphur: Gæti átt við ef geirvörtur konunnar eru þurrar, sprungnar, með stingandi, brennandi verkjum.

Brjóstabólga:

Belladonna: Gæti átt við ef brjóstið er þrútið, heitt og rautt. Stífla er í brjóstinu, konan hefur sláttarverki og mikinn sársauka. Brjóstin eru yfirfull og heit, það flæðir úr þeim vegna offramleiðslu.

Bryonia: Gæti átt við ef brjóstið er þrútið, hart og heitt, en litur þess er fölur og enginn roði, þrátt fyrir bólgur. Konunni líður verr við alla hreyfingu og við að leggja heita bakstra á bólgusvæðið.

Chamomilla: Gæti átt við ef geirvörtur konunnar eru bólgnar og afar viðkvæmar viðkomu.

Phytolacca: Gæti átt við ef brjóstið er hart og hnúðótt eða ef hnúðarnir verða sársaukafullir og kýli gætu verið að byrja að myndast. Geirvörtur konunnar eru oft aumar og sprungnar.

Forsíður beggja bóka: Meðganga og fæðing + Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.