Margir líta á æðahnúta sem eingöngu útlitsvandamál. En algengt er að þeir valdi óþægindum og þeir geta verið mjög sársaukafullir. Einnig geta þeir verið vísbending um ójafnvægi í blóðrásarkerfi líkamans. Æðahnútar eru bláir eða fjólubláir og líkjast bólgnum hnútum á húðinni. Þeir geta myndast hvar sem er á fótleggjunum, allt frá nára niður að ökkla, en eru oftast á kálfum eða á innanverðum fótleggjum. Samdráttur í vöðvum fótleggjanna virkar eins og dæla og þrýstir blóðinu áfram í æðaveggjum bláæðanna. Við þennan þrýsting opnast æðalokur æðanna og lokast aftur þegar blóð leitar niður aftur. Ef þessi starfsemi raskast, geta æðahnútar myndast.

Einkenni æðahnúta geta verið:

Eymsli og þyngsli í fótleggjum
Sviðatilfinning
Kláði í kringum æðar
Púlserandi vöðvakrampi í neðri hluta fótleggja, sem oft er verri við kyrrstöðu eða miklar setur.

Á meðgöngu fá konur gjarnan æðahnúta og er algengast að þeir myndist í hnésbótum og á leggjum. Sumar konur fá einnig æðahnúta á sitjanda og í nára. Þungunarhormónið Progesteron veldur því að æðaveggir slakna og aukið blóðstreymi getur þá valdið stíflum sem mynda æðahnútana. Venjulega ágerast hnútarnir á seinni hluta meðgöngunnar og hjá sumum konum ágerast þeir og verða stærri og fleiri, með hverri meðgöngu. Þó er það vel þekkt að æðahnútar sem koma fram á meðgöngu skána af sjálfu sér innan þriggja mánaða frá fæðingu.

Ráð sem dregið geta úr óþægindum vegna æðahnúta:

Aukin hreyfing.
Þyngdartap, ef um er að ræða einstakling í ofþyngd.
Klæðast ekki of þröngum fötum.
Liggja með hátt undir fótleggjum t.d. að sofa með púða undir fótum.
Forðast að standa eða sitja of lengi án hreyfingar.

Gömul húsráð sem draga úr óþægindum æðahnúta:

Vætið grisju í eplaediki, leggið yfir æðahnútana í a.m.k. 30 mínútur, 2 sinnum á dag.
Drekkið daglega bolla af heitu vatni með 2 teskeiðum af eplaediki.

Hér að neðan er listi af nokkrum remedíum sem að hafa reynst vel við einkennum æðahnúta, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

Arnica montana: Gæti átt við ef æðahnútarnir eru bólgnir og sárir. Einstaklingur hefur sára verki í fótum og hann fær verki við hverja hreyfingu, honum líður betur við hvíld.

Calcarea carbonica: Gæti átt við ef einstaklingur finnur sára verki við að standa eða ganga. Hann er kulvís og hefur hæga blóðráðs, oft er hann með kaldsveittar hendur og fætur. Einstaklingur sem þarf á Calcarea carbonica að halda þreytist auðveldlega, er oft kvíðinn, áhyggjufullur og sækir í sætindi og egg.

Hamamelis: Gæti átt við ef æðahnútarnir eru stórir, sárir og viðkvæmir. Þeir eiga það til að opnast og þá blæðir úr þeim. Algengt er að fætur einstaklingsins séu bláleitir og hann er með stingi og verki í æðahnútunum.

Lycopodium: Gæti átt við ef doðatilfinning er í kringum æðahnútana og sárir verkir eru í fótunum. Einkenni versna ef einstaklingurinn stendur eða situr kyrr og oft fær hann krampa í fæturna á nóttunni.

Pulsatilla: Gæti átt við ef æðar einstaklingsins eru útþandar á fótum og jafnvel á höndum. Æðahnútarnir eru heitir og sárir og versna í hita. Það dregur úr verkjum við að setja fætur upp og hvíla þá. Hreyfing, ferskt loft og kaldir bakstrar létta á líðan.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.