Hvítlaukur hefur verið notaður í matargerð og til lækninga í aldaraðir. Ritað er um hann í fornum ritum Grikkja, Babilóníumanna, Rómverja og Egypta. Í hvítlauk eru fleiri en 200 efnasambönd og tengjast tvö þeirra sérstaklega virkni hans til að vinna á móti bakteríum og gefa honum lyktina sem við þekkjum. Það eru brennisteinssamböndin allicin og ajoene.

Hvítlaukur er ein verðmætasta matartegund sem fyrirfinnst á jörðinni. Hann er öflug lækningajurt og af mörgum talinn öflugasta sýklalyfið sem kemur beint frá náttúrunni. Rannsóknir hafa sýnt að 1 mg af allicin, sem er aðal virka efnið í hvítlauknum, virkar jafnvel og 15 mælieiningar penisillíns.

Hvítlaukur er kærkomin fæðubót og nánast nauðsynlegur yfir vetrarmánuðina þegar vetrarveðrin gera atlögu að heilsu okkar. Hann styrkir ónæmiskerfið og margt bendir til að hann hafi einnig bakteríu- og vírusdrepandi eiginleika og er því frábær gegn kvefi og flensu. Hann er mjög virkur gegn öllum sýkingum og bólgum í líkamanum.

Hann er góður fyrir hjarta- og æðakerfi líkamans, lækkar blóðþrýsting með því að víkka út æðaveggina. Hindrar að blóðflögur kekkist og minnkar þannig líkur á blóðtappa og fyrirbyggir hjarta- og æðasjúkdóma. Lækkar hlutfall LDL (slæma) kólesteróls í æðum og hefur góð áhrif á meltinguna. Hvítlaukurinn byggir upp og ver meltingarveginn. Hann örvar losun meltingarensíma og styður við upptöku næringarefna auk þess að efla framleiðslu brisins á insúlíni sem hjálpar til við að takast á við sykursýki.

Hvítlaukur er öruggur til neyslu en óhófleg neysla getur valdið óþægindum í maga, því ætti að forðast mikinn hvítlauk ef um magasár eða blóðleysi er að ræða.

Hvítlaukur hefur reynst gagnlegur við meðal annars:

Æðakölkun, liðagigt, asma, blóðeitrun, of háum eða of lágum blóðþrýstingi, lungnakvefi, krabbameini, candida, lélegu blóðflæði, kvefi, ristilbólgu, hósta, meltingartruflunum, eyrnasýkingum, hita, flensu, sveppum, uppþembu og lofti í iðrum, hjartasjúkdómum, sýkingum hvort heldur sem er vírus eða bakteríu, lifravandamálum, lungnavandamálum, sníkjudýrum, ormum, blöðruhálskirtilvandamálum og gersveppasýkingum.

Hvítlaukur hefur reynst vel við ýmsum sveppasýkingum s.s. á fótum og í leggöngum.  Hvítlaukurinn hefur líka reynst ágætisvörn gegn moskítóflugum og öðrum skordýrum.

Vandfundinn er sá matur sem bragðast ekki enn betur með hvítlauk. Best er að nota ferskan hvítlauk og gott er að búa til sínar eigin hvítlauksolíur.

Einfalt er að laga hvítlauksolíu:

Afhýðið hvítlauksrif og setjið í 250 ml af ólífuolíu. Fjöldi rifja, fer eftir smekk.

Olían geymist best í kæli í allt að einn mánuð. Hana má nota á salöt, til að léttsteikja mat eða 1 msk tekin beint inn.

Einnig má léttsteikja saxaðan hvítlauk í olíu og sía olíuna frá beint á flösku. Slíka olíu má t.d. nota sem eyrnadropa þegar um eyrnabólgu er að ræða.

Hvítlauksolía er mjög góð fyrir hjartað og ristilinn og getur líka hjálpað við gigt.

Vert  er að benda á að fersk steinselja, fennelfræ, kúmen, og myntulauf geta dregið úr lyktinni sé það borðað með eða eftir að hafa borðað hvitlauk.

Hvítlaukur gegn fótasveppum:

Skerið hvítlauksgeira í tvennt og nuddið varlega yfir sýkta svæðið daglega. Einnig er hægt að strá hvítlauksdufti í sokkana áður en að farið er í þá.

Þegar nota á hvítlauk á húðina er best að smyrja hana fyrst með ólífuolíu til að forðast það að erta húðina.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.