Þegar við tölum um óhollustu fer yfirleitt mikið fyrir sykri í innihaldi þess sem við vísum í. Við vitum öll hvað sykur er, en þekkjum við hvað eru kolvetni, flókin og einföld kolvetni ? Vitum við raunverulega muninn á t.d. hvítum sykri, púðursykri, hrásykri og ávaxtasykri .

Kolvetni eru samheiti yfir nokkrar tegundir sykra eða sykursameinda. Kolvetni í fæðunni eru nauðsynleg líkamanum til að halda nægjanlegri orku til daglegra gjörða.

Líkaminn breytir sykursameindunum, kolvetnum í einsykrur, t.d. í glúkósa og í því formi frásogast sykurinn í frumur líkamans. Glúkósi er aðalsykurinn sem finnst í fæðutegundum en mikið af fæðu inniheldur annars konar form af sykri, eins og frúktósa í ávöxtum og laktósa í mjólk.

Fjölsykrur eru kolvetni sem ættu að skipa stærstan sess í daglegri fæðu þeirra sem leggja áherslu á hollustu og heildræna heilsu.

Flókin kolvetni, fjölsykrur, eru einfaldar sykrur eða sykursameindir sem bindast saman í  einskonar keðju. Meltingarensímin í líkamanum þurfa að brjóta sykurkeðjurnar niður í einfaldar sykrur svo líkaminn geti sogað þær frá og nýtt sem orkugjafa.
Melting flókinna kolvetna tekur mun lengri tíma og því er hækkun á blóðsykurmagni í blóðinu mun hægari. Flókin kolvetni eru því stöðugri orkugjafi og ávallt betri fyrir líkamann, ásamt því að líkurnar á að glúkósinn breytist í fitu eru minni.

Einföld kolvetni, einfaldar sykrur, meltast hratt þar sem þau eru tilbúin til frásogs  í blóðrásina og líkaminn þarf ekki að brjóta þau í minni einingar eins og flóknu kolvetnin.
Þessi hraða melting eykur líkurnar á að sykrurnar breytast í fitu ef sykurinn er í meira magni en líkaminn þarfnast á þeim tíma.
Einfaldar sykrur eru sætar á bragðið og eru oftast einfaldlega kallaðar sykur.

Ávextir innihalda mikið af einföldum sykrum. Þeir innihalda þó hlutfallslega fáar hitaeiningar og einnig eru flestir ávextir trefjaríkir sem draga úr hraða á meltingu ávaxtanna og hægja þannig á hraða sykurs í blóðrásina.

Hvítur sykur er mikið unnin vara, búið er að bleikja hann til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unninn, er hann næringarsnauður og eingöngu bragðbætir.

Púðursykur er einnig mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt melassa, sem er  sýróp sem myndast við vinnslu sykursins. Sýrópið er það sem gerir hann brúnan og breytir einnig bragðinu mikið.

Hrásykur er óhreinsaður sykur. Það sem gerir hann betri en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og einnig af B-vítamínum. Hann er því betri kostur í matargerð og bakstur en orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.

Ávaxtasykur er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í t.d. bakstri.

Yfir 100 staðhæfingar um hvernig sykur getur haft neikvæð áhrif á heilsu þína:

Sykur getur haft bælandi áhrif á ónæmiskerfið.
Sykur getur raskað steinefnasamböndum líkamans.
Sykur getur ýtt undir pirring, ofvirkni, kvíða og einbeitingarskort hjá börnum.
Sykur getur dregið úr vörnum líkamans gegn sýkingum.
Sykur getur valdið því að mýkt og teygjanleiki vefja líkamans tapast.
Sykur getur leitt til krómskorts.
Sykur getur leitt til koparskorts.
Sykur getur leitt til krabbameins í eggjastokkum.
Sykur getur haft hamlandi áhrif á frásog líkamans á kalsíum og magnesíum.
Sykur getur gert augun viðkvæmari fyrir aldurstengdri hrörnun í augnbotnum.
Sykur getur raskað magni taugaboðefnanna dópamíni, serótóníni og noradrenalíni.
Sykur getur valdið blóðsykursfalli.
Sykur getur hækkað sýrustigið í meltingarveginum.
Sykur getur valdið ótímabærri öldrun.
Sykur getur leitt til áfengissýki.
Sykur getur valdið tannskemmdum.
Sykur stuðlar að offitu.
Sykur eykur hættu á Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu.
Sykur getur komið af stað maga- og skeifugarnarsári.
Sykur getur valdið liðagigt.
Sykur getur valdið astma.
Sykur getur valdið Candidasýkingu.
Sykur getur valdið gallsteinamyndun.
Sykur getur valdið hjartasjúkdómum.
Sykur getur valdið botnlangabólgu.
Sykur getur valdið gyllinæð.
Sykur getur valdið æðahnútamyndun.
Sykur getur leitt til tannholdsbólgu.
Sykur getur stuðlað að beinþynningu.
Sykur stuðlar að hækkun á sýrustigi munnvatns.
Sykur getur lækkað magn E-vítamíns í blóði.
Sykur getur minnkað vaxtarhormónaframleiðslu.
Sykur getur aukið kólesteról.
Sykur getur aukið blóðþrýsting.
Sykur getur truflað frásog próteina.
Sykur getur valdið fæðuofnæmi.
Sykur getur stuðlað að sykursýki.
Sykur getur ýtt undir meðgöngueitrun.
Sykur getur stuðlað að exemi hjá börnum.
Sykur getur valdið hjarta-og æðasjúkdómum.
Sykur getur skaðað uppbyggingu DNA.
Sykur getur breytt uppbyggingu próteina.
Sykur getur flýtt fyrir öldrun húðarinnar, með því að breyta uppbyggingu kollagens.
Sykur getur valdið ský á auga.
Sykur getur valdið lungnaþembu.
Sykur geta valdið æðakölkun.
Sykur dregur úr starfssemi ensíma.
Sykur getur valdið lifrarstækkun.
Sykur getur aukið fitumagn í lifur.
Sykur getur valdið nýrnastækkun og komið af stað frumubreytingum í nýrum.
Sykur getur skaðað brisið.
Sykur getur aukið vökvasöfnun líkamans.
Sykur er versti óvinur meltingarinnar.
Sykur getur valdið nærsýni.
Sykur getur veikt sinar.
Sykur getur valdið höfuðverk og komið af stað mígreni.
Sykur gegnir hlutverki í briskrabbameini.
Sykur getur haft slæm áhrif á einkunnir og skólagöngu barna.
Sykur getur valdið þunglyndi.
Sykur getur aukið líkur á magakrabbameini.
Sykur getur valdið meltingartruflunum.
Sykur getur aukið hættuna á að fá þvagsýrugigt.
Sykur getur dregið úr námsgetu.
Sykur getur stuðlað að Alzheimer.
Sykur getur valdið hormónaójafnvægi.
Sykur getur leitt til myndunar nýrnasteina.
Sykur í miklu mæli í mataræði ungra mæðra getur haft áhrif á meðgöngu.
Sykur í miklu mæli í mataræði ungra mæðra getur komið af stað fyrirburafæðingu.
Sykur dregur úr hraða fæðunnar í gegnum meltingarveginn.
Sykur getur aukið sýrustyrk á galli og bakteríum í ristli sem gæti leitt til ristilkrabbameins.
Sykur getur verið áhættuþáttur vegna krabbameins í gallblöðru.
Sykur er ávanabindandi efni.
Sykur má flokka meðal vímuefna, líkt og áfengi.
Sykur getur aukið túrverki.
Sykur getur aukið á tilfinningalegan óstöðugleika.
Sykur getur aukið einkenni barna með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD).
Sykur getur haft neikvæð áhrif á saltasamsetningu í þvagi.
Sykur getur hægt á virkni í nýrnahettum.
Sykur getur aukið hættu á lömunarveiki.
Sykur í miklu magni getur valdið flogaköstum.
Sykur getur valdið háum blóðþrýstingi, sérstaklega hjá fólki í yfirþyngd.
Sykur getur valdið frumudauða.
Sykur getur aukið matarlyst.
Sykur getur leitt til blöðruhálskrabbameins.
Sykur  getur valdið uppþornun hjá nýburum.
Sykur getur átt þátt í lágri fæðingarþyngd barna.
Sykur og aukin neysla á hreinsuðum sykri hefur verið tengd við hærri tíðni á geðklofa.
Sykur getur leitt til aukinnar tíðni á brjóstakrabbameini.
Sykur getur leitt til aukinnar tíðni á krabbameini í smáþörmum.
Sykur getur leitt til aukinnar tíðni á krabbameini í barkakýli.
Sykur getur valdið bjúgsöfnun og ójafnvægis salta og vatns í líkamanum.
Sykur getur stuðlað að vægu minnistapi.
Sykur getur valdið hægðatregðu.
Sykur getur valdið myndun æðahnúta.
Sykur getur aukið hættu á magakrabbameini.
Sykur getur valdið raski á efnaskiptum líkamans.
Sykur getur valdið hærri líkum á að fá iðraólgu.
Sykur getur haft áhrif á getu heilans til að bregðast við áreitum.
Sykur getur valdið krabbameini í endaþarmi.
Sykur getur valdið krabbameini í legslímhúð.
Sykur getur valdið nýrnakrabbameini.
Sykur getur valdið lifraræxli.
Sykur getur aukið bólgumyndun í líkamanum.
Sykur getur verið orsök þess að fá unglingabólur.
Sykur getur dregið úr kynlöngun.
Sykur getur valdið þreytu, pirringi, taugaveiklun og þunglyndi.

Við neyslu á miklum sykri hefur verið sýnt fram á að línuleg minnkun er á neyslu næringarefna sem eru nauðsynleg líkamanum.

Sjá einnig samantekt um kolvetni hér á vefnum.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.